Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um stóra jarðskjálftann sem varð á Reykjanesi í dag. Rætt verður við íbúa sem mörgum er brugðið. Víða hrundu hlutir úr hillum eða færðust úr stað, við sýnum frá því. 14.3.2021 18:10
Bílasalur Björgunarsveitarinnar Þorbjörns lék á reiðiskjálfi Það lék allt á reiðiskjálfi í bílasal Björgunarsveitarinnar Þorbjörns á þriðja tímanum í dag þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir suðvesturhorn landsins. 14.3.2021 18:05
Tusse stígur á svið fyrir Svíþjóðar hönd Tousin Tusse Chiza sigraði Söngvakeppni sænska sjónvarpsins, Melodifestivalen, í kvöld með laginu Voices og mun hann keppa fyrir hönd Svíþjóðar í Eurovision í Rotterdam í maí. Tusse hlaut tíu stigum meira en Eric Saade, sem gerði garðinn frægan þegar hann sigraði Eurovision með laginu Popular árið 2011. 13.3.2021 23:16
Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13.3.2021 22:38
Mótmælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar. 13.3.2021 22:07
Eurovision-lag Daða frumflutt formlega Framlag Íslands til Eurovision var í kvöld frumflutt á RÚV. Daði Freyr og Gagnamagnið flytja lagið 10 Years fyrir Íslands hönd, eins og kunnugt er orðið, en Daði Freyr sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar sem Eurovision var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins fær Daði nú annað tækifæri til að spreyta sig í Eurovision. 13.3.2021 21:08
Færeyski skattstjórinn segist ekkert kannast við staðhæfingu Samherja Færeyski skattstjórinn segist ekki hafa sagt Samherja að þeir væru ekki til rannsóknar í Færeyjum. Útgerðarfélagið hafnaði því í dag að það væri til rannsóknar. Skattstjórinn segir ljóst að um einhver konar misskilning sé að ræða. 13.3.2021 20:46
„Hraustleg endurnýjun“ á lista Pírata Prófkjöri Pírata fyrir næstu Alþingiskosningar lauk nú síðdegis. Talsverð endurnýjun verður í flokknum enda hafa þrír af sex þingmönnum hans ákveðið að gefa ekki kost á sér að nýju. 13.3.2021 20:01
Segir lækna beita sjúklingum fyrir sig hætti þeir að hafa milligöngu um greiðslur Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að verið sé að kanna hvort stofulæknar hætti að hafa milligöngu um greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Heilbrigðisráðherra segist vera hissa á að læknar ætli að beita sjúklingum fyrir sig. 13.3.2021 19:44
Rúmlega 1900 skjálftar hafa mælst frá miðnætti Frá því á miðnætti í dag hafa rúmlega 1900 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga. Virknin var mest við Fagradalsfjall eins og undanfarna daga en nokkrir skjálftanna áttu upptök sín suður af Keili. 13.3.2021 19:32