Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kallar eftir að­gerðum vegna aukinnar of­fitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“

Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu.

Beittu vatns­þrýsti­dælum á mót­mælendur

Lögreglan í Hollandi beitti vatnsþrýstidælum á mótmælendur ríkisstjórnarinnar, og sóttvarnaaðgerðum þeirra, í almenningsgarði í Haag í dag. Um tvö þúsund manns voru saman komin í miðborginni til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum og öðrum stefnumálum ríkisstjórnarinnar.

Mikið grjót­hrun í hlíðum vegna skjálftans

Mikið grjóthrun varð í hlíðum á Reykjanesskaga þegar skjálfti að stærð 5,4 reið yfir á þriðja tímanum í dag. Skjálftinn var nokkuð snarpur og fannst hann vel víða um land, þar á meðal norður á Sauðárkróki og í Vestmannaeyjum.

Blóðugur dagur í Mjanmar

Minnst 21 mótmælandi var drepinn í átökum við öryggissveitir í borginni Yangon í dag eftir að leiðtogi ríkisstjórnarinnar sem herinn steypti af stóli í byrjun febrúar boðaði byltingu.

Hildur vinnur Gram­my-verð­laun fyrir Jókerinn

Hildur Guðnadóttir, tónskáld, vann í dag Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur vann Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í fyrra og Grammy-verðlaun í sama flokki í fyrra fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl.

Hjör­var vann Ís­lands­bikarinn í skák

Hjörvar Steinn Grétarsson vann Íslandsbikarinn í skák í dag og mun hann þar með keppa fyrir Íslands hönd á Heimsbikaramótinu í skák sem verður haldið í Sochi í Rússlandi í sumar.

Flokkur Merkel tekur dýfu í sam­bands­lands­kosningum

Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust.

Sjá meira