„Verðum að gera ráð fyrir eldgosi á meðan þetta heldur áfram“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. mars 2021 18:51 Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag. Stöð 2 Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag. Enn megi búast við eldgosi á meðan jarðskjálftavirkni heldur áfram. Gervitunglsmyndir sem Veðurstofan fékk um helgina segir Benedikt staðfesta þá mynd að gangurinn hafi færst í suður. „Þær staðfestu þá mynd sem við vorum þegar komin með, bæði með skjálftavirkni og gps mælingum, að gangurinn virðist hafa færst aðeins til suðurs eftir föstudaginn síðasta og þar hefur aðalþenslan verið,“ segir Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að við verðum að gera ráð fyrir eldgosi á meðan þetta heldur áfram, sérstaklega þegar við sjáum svona hátt landris, það eru talsverðar landbreytingar sem fylgja þessu,“ segir Benedikt. „Það er kannski örlítil grynnkun en ekkert sem auðvelt er að fest hönd á,“ segir Benedikt. Hann telur nokkuð líklegt að skjálftavirkni hafi í dag og seinni partinn í gær verið lítil vegna þess að spenna hafi losnað í stóra skjálftanum á þriðja tímanum í gær. „Ég hugsa að það sé frekar líklegt, að við höfum séð spennu losna í gær þegar allt fór í gang, það hefur verið lítil skjálftavirkni fram af degi sem er kannski að aukast núna. Og við sjáum hana kannski vaxa um tíma núna,“ segir Benedikt. Gervitungl fer yfir svæðið klukkan sjö í kvöld og segir Benedikt að von sé á niðurstöðum úr upplýsingum sem berast frá tunglinu um miðjan morgun á morgun. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið Sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst. 15. mars 2021 18:31 Fimmtíu þúsund skjálftar á Reykjanesi á tuttugu dögum Hátt í fimmtíu þúsund jarðskjáftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga frá upphafi hrinunnar 24. febrúar. Þar af hafa sex þeirra verið fimm að stærð eða stærri, sá stærsti 5,7 fyrsta dag hrinunnar. 15. mars 2021 16:03 Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið. 15. mars 2021 13:40 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Gervitunglsmyndir sem Veðurstofan fékk um helgina segir Benedikt staðfesta þá mynd að gangurinn hafi færst í suður. „Þær staðfestu þá mynd sem við vorum þegar komin með, bæði með skjálftavirkni og gps mælingum, að gangurinn virðist hafa færst aðeins til suðurs eftir föstudaginn síðasta og þar hefur aðalþenslan verið,“ segir Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að við verðum að gera ráð fyrir eldgosi á meðan þetta heldur áfram, sérstaklega þegar við sjáum svona hátt landris, það eru talsverðar landbreytingar sem fylgja þessu,“ segir Benedikt. „Það er kannski örlítil grynnkun en ekkert sem auðvelt er að fest hönd á,“ segir Benedikt. Hann telur nokkuð líklegt að skjálftavirkni hafi í dag og seinni partinn í gær verið lítil vegna þess að spenna hafi losnað í stóra skjálftanum á þriðja tímanum í gær. „Ég hugsa að það sé frekar líklegt, að við höfum séð spennu losna í gær þegar allt fór í gang, það hefur verið lítil skjálftavirkni fram af degi sem er kannski að aukast núna. Og við sjáum hana kannski vaxa um tíma núna,“ segir Benedikt. Gervitungl fer yfir svæðið klukkan sjö í kvöld og segir Benedikt að von sé á niðurstöðum úr upplýsingum sem berast frá tunglinu um miðjan morgun á morgun.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið Sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst. 15. mars 2021 18:31 Fimmtíu þúsund skjálftar á Reykjanesi á tuttugu dögum Hátt í fimmtíu þúsund jarðskjáftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga frá upphafi hrinunnar 24. febrúar. Þar af hafa sex þeirra verið fimm að stærð eða stærri, sá stærsti 5,7 fyrsta dag hrinunnar. 15. mars 2021 16:03 Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið. 15. mars 2021 13:40 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið Sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst. 15. mars 2021 18:31
Fimmtíu þúsund skjálftar á Reykjanesi á tuttugu dögum Hátt í fimmtíu þúsund jarðskjáftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga frá upphafi hrinunnar 24. febrúar. Þar af hafa sex þeirra verið fimm að stærð eða stærri, sá stærsti 5,7 fyrsta dag hrinunnar. 15. mars 2021 16:03
Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið. 15. mars 2021 13:40