Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dæmdir fyrir að slást hvor við annan

Tveir karlmenn voru fyrir landsrétti í dag dæmdir til fangelsisvistar fyrir að hafa ráðist hvor á annan. Sá fyrri hafði slegið hinn með hafnaboltakylfu í höfuðið. Hinn maðurinn hafði lagt tvisvar til hins fyrra með hníf. Landsréttur féllst ekki á vörn mannanna tveggja að um neyðarvörn hafi verið að ræða.

Una María vill for­sæti í Kraganum

Una María Óskarsdóttir, varaþingmaður Gunnars Braga Sveinssonar, sækist eftir 1.-2. sæti á framboðslita Miðflokksins í Kraganum fyrir komandi Alþingiskosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Unu.

200 ár frá dauða Napóleons

Í dag eru tvö hundruð ár liðin síðan Napóleon Bónaparte Frakklandskeisari dó. Emmanúel Macron, Frakklandsforseti, minntist keisarans umdeilda við athöfn í dag þegar hann lagði blómkrans að grafhýsi hans í Les Invalides í París.

Netanja­hú missir um­boð til stjórnar­myndunar

Yair Lapid, leiðtogi ísraelska miðjuflokksins Yesh Atid, hefur fengið umboð til að mynda ríkisstjórn. Forseti Ísraels veitti honum umboðið í dag eftir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tókst ekki að mynda ríkisstjórn fjórum vikum eftir þingkosningar í landinu.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögregla telur að skipulagðir glæpahópar á Íslandi sendi konur til landsins í þeim eina tilgangi að stunda vændi. Viðskipti með fólk er eitt það arðbærasta í skipulagðri glæpastarfsemi að sögn lögreglufulltrúa.

Börn niður í tólf ára fá bólu­efni Pfizer

Kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið ákvörðun um að heimila að börn niður í tólf ára verði bólusett með bóluefni Pfizer gegn covid-19. Kanada er þar með fyrsta landið sem leyfir svo ungum börnum að vera bólusett gegn covid-19.

„Gæti ekki verið senni­legra að hann hafi bara verið reykinga­maður?“

Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks Moszczynski, pólsks karlmanns á sjötugsaldri, segir saksóknara í málinu ekki hafa sannað að Marek hafi kveikt í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar. Það eitt hafi verið sannað fyrir dómi og það er að Marek hafi glímt við andleg veikindi í aðdraganda og kjölfar brunans.

Sjá meira