Óvíst að Skoski þjóðarflokkurinn tryggi sér meirihluta Skotar gengu til kjörstaða í dag en þingkosningar fara nú fram í Skotlandi. Niðurstöður liggja enn ekki endanlega fyrir og óljóst er hvort að Skoski þjóðarflokkurinn nái að tryggja sér meirihluta í þinginu. Nái hann því er líklegt að Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, boði til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. 7.5.2021 22:50
Ísland komið á græna listann hjá Bretlandi Ísland er loks komið á græna listann hjá Bretlandi, það er að Bretar mega ferðast til Íslands sér til skemmtunar. Mánuðum saman hafa Bretar ekki mátt ferðast til ýmissa ríkja sér til skemmtunar en það bann virðist vera að enda komið. 7.5.2021 22:03
Stigin kynnt af Jaja ding dong-aðdáandanum Olaf Yohansson mun kynna stigin fyrir Íslands hönd í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar í ár. Úrslitin fara fram í Rotterdam þann 22. maí næstkomandi. 7.5.2021 21:27
Sýknaður af ákæru um kynferðisbroti gegn barni Karlmaður var í dag sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barni. Landsréttur taldi manninn ekki hafa vitað, þegar atvikið átti sér stað, að stúlkan hafi verið þrettán ára gömul en hann var þá sjálfur sautján ára. 7.5.2021 21:19
180 fermetra skjár frumsýndur á rafíþróttamóti í Laugardalshöll Tæknifyrirtækin Luxor og SmartSignage hafa fest kaup á 180 fermetra risaskjá sem notaður verður í fyrsta skipti á rafíþróttamóti sem fer nú fram í Laugardalshöll. 7.5.2021 19:35
Fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa kynferðislega áreitt þrjár stúlkur Karlmaður var í Landsrétti í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og gert að greiða tveimur stúlkum miskabætur fyrir að hafa áreitt þær kynferðislega. Hann er sakfelldur fyrir að hafa ítrekað afhent fjórum stúlkum áfengi og að hafa káfað á þremur þeirra. 7.5.2021 19:12
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Byrjað verður að aflétta samkomutakmörkunum fyrir sumarið á mánudag þegar fimmtíu mega koma saman. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar og þá ákvörðun að bólusetja ekki lengur eftir aldri innan forgangshópa heldur tilviljanakennt. 7.5.2021 18:18
WHO samþykkir bóluefni Sinopharm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur veitt Covid-bóluefni kínverska lyfjaframleiðandans Sinopharm neyðarleyfi. Það er fyrsta bóluefnið sem ekki er framleitt á vesturlöndum sem fær samþykki stofnunarinnar. 7.5.2021 18:14
VG vill leiða næstu ríkisstjórn Í stjórnmálaályktun Landsfundar Vinstri grænna sem hófst í dag er lögð áhersla á að flokkurinn leiði næstu ríkisstjórn að loknum kosningum í lok semptember. Þrátt fyrir umdeilt stjórnarsamstarf í upphafi þessa kjörtímabils sé málefnalegur árangur flokksins í samstarfinu óumdeildur. 7.5.2021 17:48
Lögreglan leitar bifhjólaníðings Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar bifhjólaökumanns sem ók á konu á reiðhjóli í Elliðaárdal á fjórða tímanum í gær. Konan var að hjóla á göngustíg norðan Stekkjarbakka beint fyrir neðan Skálará þegar bifhjólamaðurinn ók á hana. 7.5.2021 17:33