Ellen segir skilið við skjáinn Spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Ellen DeGeneres hyggst segja skilið við skjáinn. Ellen hefur haldið úti einum vinsælasta spjallþætti Bandaríkjanna um áratugaskeið. Nú stendur yfir nítjánda sería þáttanna The Ellen DeGeneres Show og verður hún sú síðasta. 12.5.2021 14:57
Unnur Ásta nýr meðeigandi hjá MAGNA Lögmönnum Unnur Ásta Bergsteinsdóttir hefur nú gengið í hóp eigenda Magna Lögmanna. Unnur hefur starfað hjá stofunni og forvera þess, Lögmönnum Höfðabakka, frá árinu 2012. 12.5.2021 11:28
Svona var 180. upplýsingafundur almannavarna Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fer yfir stöðu mála varðandi framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi ásamt Ölmu Möller landlækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. 12.5.2021 10:10
Enn skolar líkum upp á árbakka Ganges Tugi líka til viðbótar skolaði upp á árbakka Ganges árinnar í norðurhluta Indlands í dag. Meira en fimmtíu líkum skolað á land í Gahmar síðustu daga og talið er að um fórnarlömb kórónuveirunnar sé að ræða. 11.5.2021 16:47
Valgarður og Jónína leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Valgarður Lyngdal Jónsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, mun leiða framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í öðru sæti er Jónína Björg Magnúsdóttir, kennari og stuðningsfulltrúi. 11.5.2021 15:52
Agata fyrsti íslenski keppandinn í dansi á Special Olympics Agata Erna Jack verður fyrsti íslenski keppandinn á dansmóti á vegum Special Olympics en hún mun keppa í DanceSport World Championship keppninni sem fer fram í Graz í Austurríki í ágúst. 11.5.2021 15:22
Bjarni vill minni kjördæmi út um landið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir tíma til kominn að gerð verði grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni og kjördæmaskipan landsins. Hann segir óheppilegt að jöfnunarþingsæti kallist ekki á við fjölda flokka á þingi. 11.5.2021 14:42
Sumarstörfum fyrir 2.500 námsmenn úthlutað Nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað hjá Vinnumálastofnun en þau eru hluti af átakinu Hefjum störf, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrundi af stað. Átakið svipar til þess sem gert var síðasta sumar en átakið í ár nær enn víðar. 11.5.2021 14:28
Fjórir hafa verið ákærðir vegna morðsins í Rauðagerði Fjórir hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara vegna morðsins á Armando Beqiri, fjölskylduföður á þrítugsaldri, sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 11.5.2021 13:18
Vagnstjórinn verður á sjúkrahúsi næstu daga Vagnstjóri strætisvagns, sem lenti í árekstri í Ártúnsbrekku í gær, liggur enn inni á spítala eftir óhappið. Að sögn upplýsingafulltrúa Strætó slapp maðurinn, sem er á sextugsaldri, mjög vel í árekstrinum. 11.5.2021 11:11