Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sprengi­sandur: Kjör líf­eyris­þega, kjara­mál hjá Play og um­svif Sam­herja

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og starfsmann Eflingar, til að ræða nýja úttekt hans og Stefáns Andra Stefánssonar á kjörum lífeyrisþega.

B.J. Thomas er dáinn

Margverðlaunaði tónlistarmaðurinn B.J. Thomas er dáinn, 78 ára að aldri. Thomas lést eftir að hafa glímt við alvarlegt lungnakrabbamein í nokkra mánuði.

Kalla eftir því að Bol­sonaro verði á­kærður fyrir em­bættis­glöp

Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp.

Rigning og kuldi á Suð­vestur­horninu í dag

Suðlægar áttir leika um landið í dag og næstu daga. Þeim fylgir talsverð væta sunnan- og vestanlands. Fremur kalt er í veðri en á norðausturhluta landsins verður áfram þurrt að mestu með sólarköflum og hlýindum.

Guð­rún hafði betur í Suður­kjör­dæmi

Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem fór fram í gær. Lokatölur bárust upp úr miðnætti en alls greiddu 4.647 atkvæði. Af þeim voru gildir seðlar 4.533 en auðir og ógildir 114.

Skjala­fals, bíl­þjófnaður og hús­brot

Bifreið var stolið fyrir utan verslun í Hlíðunum í gær þegar ökumaðurinn skildi bílinn eftir í gangi fyrir utan verslunina. Bifreiðin fannst tveimur tímum síðar og var þjófurinn þá sofandi undir stýri. Hann var í mjög annarlegu ástandi sökum áfengis og fíkniefna og var vistaður í fangaklefa lögreglu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Krabba­meins­fé­lagið hyggst gefa Land­spítala allt að 450 milljónir

Krabbameinsfélag Íslands hyggst gefa Landspítala allt að 450 milljónir króna til byggingar nýrrar dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga. Gjöfin er þó háð því að stjórnvöld setji uppbyggingu deildarinnar í forgang svo að hægt sé að taka nýja deild í notkun árið 2024.

Gefur út nýtt lag við ljóð Hall­dórs Lax­ness

Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon gaf á föstudag út myndband við lagið Háfjöllin. Lagið er fjórða lagið sem Teitur gefur út af þriðju breiðskífu sinni, sem væntanleg er í haust.

„Við getum gert betur í að jafna hlut kynjanna“

Þjóðhátíðarnefnd var á dögunum gagnrýnd af tónlistarkonunni Sölku Sól Eyfeld, sem vakti athygli á því að aðeins ein kona hafi í sögu Þjóðhátíðar samið Þjóðhátíðarlagið. Það var Ragga Gísla sem samdi og flutti lagið árið 2017. Samkvæmt því semji konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti en fyrsta Þjóðhátíðarlagið kom út árið 1933.

Sjá meira