Innlent

Sprengi­sandur: Kjör líf­eyris­þega, kjara­mál hjá Play og um­svif Sam­herja

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og starfsmann Eflingar, til að ræða nýja úttekt hans og Stefáns Andra Stefánssonar á kjörum lífeyrisþega.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, varaforseti ASÍ, og Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, ætla að ræða stöðu Play Air og kjarasamningana sem félagið hefur gert við launþega.

Þá mæta þau Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, Björgvin Guðmundsson, stjórnarformaður KOM, og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, alþingiskona, til að ræða umsvif Samherja.

Í lok þáttarins ræðir Kristján við Berglindi Svavarsdóttur, fráfarandi formann Lögmannafélagsins, og Kjartan Björgvinsson, formann Dómarafélagsins, um aukastörf dómara, réttmæti þeirra og nauðsyn.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×