Viðbragðsstigum vegna hættu á gróðureldum aflétt Viðbragðsstigum vegna hættu á gróðureldum hefur verið aflétt. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og eystra hefur ákveið að aflétta bæði hættu- og óvissustigum vegna gróðurelda á svæðinu. 31.5.2021 17:49
Eftirlifendur minnast fjöldamorðsins í Tulsa Hundrað ár eru liðin frá fjöldamorðinu í Tulsa. Eftirlifendur minntust blóðbaðsins við minningarathöfn í borginni í dag. Minnst þrjú hundruð þeldökkir Bandaríkjamenn létu lífið þennan dag. 31.5.2021 17:43
Ærslabelgur, vöfflur og flóamarkaður í Laugarási í sumar Sumarvertíðin byrjaði með gestasprengju hjá Dýragarðinum í Slakka í Biskupstungum þegar garðurinn opnaði dyr sínar að nýju á dögunum. Meira en þúsund manns sóttu garðinn heim og svo mikil var aðsóknin að búa þurfti til fleiri bílastæði til þess að sinna gestaflóðinu. 30.5.2021 16:01
Leita vopnaðs hermanns sem skaut að lögreglu Skipulögð leit stendur nú yfir í suðvestur Frakklandi að fyrrverandi hermanni sem er þungvopnaður og á flótta. Maðurinn skaut að lögreglu á færi áður en að hann flúði. Íbúar eru hvattir til að halda sig innandyra. 30.5.2021 14:45
Ólafur Kram sigraði í Músíktilraunum Hljómsveitin Ólafur Kram bar sigur úr bítum í Músíktilraunum, sem fór fram í Hörpu í gær. Tólf hljómsveitir tóku þátt í keppninni og eftir æsispennandi úrslitakvöld var niðurstaða dómnefndar og símakosninga kynnt. 30.5.2021 14:08
Gæti séð fyrir endann á stjórnartíð Netanjahús Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gæti þurft að víkja úr embætti takist leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid að mynda ríkisstjórn fyrir komandi miðvikudag. Netanjahú er nú sagður gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að andstæðingum hans taki ætlunarverkið. 30.5.2021 13:38
Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30.5.2021 11:43
Hótar refsiaðgerðum náist pólitískur stöðugleiki ekki Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hótaði stjórnvöldum í Malí að hann myndi kalla hersveitir Frakka í landinu heim. Skilyrði þess að franskar hersveitir haldi áfram til í landinu sé að pólitískur stöðugleiki náist og að unnið sé gegn því að öfgaíslamistar nái meiri tökum. 30.5.2021 11:17
Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. 30.5.2021 10:40
Sex greindust með veiruna og fimm í sóttkví Sex greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Fimm af þeim voru í sóttkví. Verið er að rekja smitin. Einn greindist smitaður við landamærin samkvæmt bráðabirgðatölum frá Almannavörnum. 30.5.2021 10:37