Ærslabelgur, vöfflur og flóamarkaður í Laugarási í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2021 16:01 Til stendur að vera með flóamarkað alla Laugardaga í Varmagerði í sumar. Vísir/Aðsend Sumarvertíðin byrjaði með gestasprengju hjá Dýragarðinum í Slakka í Biskupstungum þegar garðurinn opnaði dyr sínar að nýju á dögunum. Meira en þúsund manns sóttu garðinn heim og svo mikil var aðsóknin að búa þurfti til fleiri bílastæði til þess að sinna gestaflóðinu. Undanfarin ár hefur dýragarðurinn opnað dyr sínar um páskana en vegna ástandsins í samfélaginu var því frestað þetta árið. Garðurinn opnaði dyr sínar þann 15. maí síðastliðinn og segir Gunnur Ösp Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Slakka, að meira en þúsund manns hafi komið í Slakka þá helgi. „Það eru allir svo spenntir fyrir að fá að gera eitthvað skemmtilegt og það varð sprengja. Þetta verður svona í allt sumar, sem er yndislegt. Ég held að það hafi komið svona þúsund manns fyrstu helgina. Í kjölfarið þurftum við að bæta við bílastæðum svo að allir sem vildu koma kæmust að,“ segir Gunnur í samtali við fréttastofu. Ýmis dýr eru í Slakka, meðal annars þessir fallegu hvolpar.Aðsend Laugardagar í Laugarási Hún segir að margt skemmtilegt sé í bígerð hjá dýragarðinum og stefnir hún að því, ásamt Sonju Magnúsdóttur, íbúa í Varmagerði í Laugarási, að vera með flóamarkað í Laugarási alla laugardaga í sumar. „Þá gefst öllum íbúum hverfisins tækifæri til þess að selja vörur sínar. Hér býr til dæmis mjög flottur listamaður sem er með gallerí og þrír bæir eru með grænmetisrækt og sölu. Svo erum við sjálf með veitingastað. Ég held að þetta verði alveg hrikalega skemmtilegt,“ segir Gunnur. Hugmyndin er að hafa flóamarkaðinn í Varmagerði, sem er gamalt garðyrkjubýli og heimili Sonju í sumar. „Við ætlum til dæmis að bjóða upp á jóga í Varmagerði, hafa lifandi tónlist á flóamarkaðnum, bjóða upp á vörur af svæðinu og mat. Svo er svo margt í boði hérna, það er listagallerí og grænmetisbændur og plöntusala og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Sonja. Helgi, stofnandi Slakka, réðst nýlega í endurbætur á dýrahúsunum í Slakka.Aðsend „Þá getur fólk komið úr sumarbústaðnum, lagt bílnum og bara gengið hérna um Laugarás. Það getur keypt sér grænmeti og plöntur, kíkt á flóamarkað og farið með krakkana í Slakka. Það er geggjaður laugardagur þegar þú ert í bústað.“ Býst við öðru góðu íslensku ferðasumri Nýlega var ráðist í miklar endurbætur á húsnæði Slakka en faðir Gunnar, Helgi Sveinbjörnsson, sem stofnaði Slakka árið 1993, smíðaði ný hús fyrir öll dýrin í garðinum. „Hann smíðar þetta allt saman sjálfur og fær allan efnivið úr skógræktinni í Þjórsárdal,“ segir Gunnur. Slakki er vinsæll fyrir fjölskyldufólk.Aðsend Slakki býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Bæði er hægt að skoða og klappa öllum dýrunum sem búa þar en svo er fótbolta- og körfuboltavöllur á svæðinu, þrautabraut og ýmislegt fleira. „Við fáum líka ærslabelg til okkar í næstu viku. Það er mikil aukning á því að fjölskyldufólk komi með krakkana til okkar og verji meirihluta dags hjá okkur af því að afþreyingin er orðin svo fjölbreytt. Fólk er bara að njóta fjölskyldudags hjá okkur.“ Hún segist bjartsýn fyrir sumrinu. „Ó já, ég held að þetta verði frábært sumar. Síðasta sumar, þegar enginn fór til útlanda og allir voru að ferðast innanlands, fjölgaði gestum hjá okkur alveg rosalega. Ég held að við megum búast við því sama í ár,“ segir Gunnur. „Við erum ekki að stíla inn á ferðamenn og höfum aldrei gert. Íslendingar eru okkar markhópur og við sáum sannarlega síðasta sumar hvað fólk var spennt fyrir því að upplifa allt sem hægt er innanlands.“ Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Undanfarin ár hefur dýragarðurinn opnað dyr sínar um páskana en vegna ástandsins í samfélaginu var því frestað þetta árið. Garðurinn opnaði dyr sínar þann 15. maí síðastliðinn og segir Gunnur Ösp Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Slakka, að meira en þúsund manns hafi komið í Slakka þá helgi. „Það eru allir svo spenntir fyrir að fá að gera eitthvað skemmtilegt og það varð sprengja. Þetta verður svona í allt sumar, sem er yndislegt. Ég held að það hafi komið svona þúsund manns fyrstu helgina. Í kjölfarið þurftum við að bæta við bílastæðum svo að allir sem vildu koma kæmust að,“ segir Gunnur í samtali við fréttastofu. Ýmis dýr eru í Slakka, meðal annars þessir fallegu hvolpar.Aðsend Laugardagar í Laugarási Hún segir að margt skemmtilegt sé í bígerð hjá dýragarðinum og stefnir hún að því, ásamt Sonju Magnúsdóttur, íbúa í Varmagerði í Laugarási, að vera með flóamarkað í Laugarási alla laugardaga í sumar. „Þá gefst öllum íbúum hverfisins tækifæri til þess að selja vörur sínar. Hér býr til dæmis mjög flottur listamaður sem er með gallerí og þrír bæir eru með grænmetisrækt og sölu. Svo erum við sjálf með veitingastað. Ég held að þetta verði alveg hrikalega skemmtilegt,“ segir Gunnur. Hugmyndin er að hafa flóamarkaðinn í Varmagerði, sem er gamalt garðyrkjubýli og heimili Sonju í sumar. „Við ætlum til dæmis að bjóða upp á jóga í Varmagerði, hafa lifandi tónlist á flóamarkaðnum, bjóða upp á vörur af svæðinu og mat. Svo er svo margt í boði hérna, það er listagallerí og grænmetisbændur og plöntusala og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Sonja. Helgi, stofnandi Slakka, réðst nýlega í endurbætur á dýrahúsunum í Slakka.Aðsend „Þá getur fólk komið úr sumarbústaðnum, lagt bílnum og bara gengið hérna um Laugarás. Það getur keypt sér grænmeti og plöntur, kíkt á flóamarkað og farið með krakkana í Slakka. Það er geggjaður laugardagur þegar þú ert í bústað.“ Býst við öðru góðu íslensku ferðasumri Nýlega var ráðist í miklar endurbætur á húsnæði Slakka en faðir Gunnar, Helgi Sveinbjörnsson, sem stofnaði Slakka árið 1993, smíðaði ný hús fyrir öll dýrin í garðinum. „Hann smíðar þetta allt saman sjálfur og fær allan efnivið úr skógræktinni í Þjórsárdal,“ segir Gunnur. Slakki er vinsæll fyrir fjölskyldufólk.Aðsend Slakki býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Bæði er hægt að skoða og klappa öllum dýrunum sem búa þar en svo er fótbolta- og körfuboltavöllur á svæðinu, þrautabraut og ýmislegt fleira. „Við fáum líka ærslabelg til okkar í næstu viku. Það er mikil aukning á því að fjölskyldufólk komi með krakkana til okkar og verji meirihluta dags hjá okkur af því að afþreyingin er orðin svo fjölbreytt. Fólk er bara að njóta fjölskyldudags hjá okkur.“ Hún segist bjartsýn fyrir sumrinu. „Ó já, ég held að þetta verði frábært sumar. Síðasta sumar, þegar enginn fór til útlanda og allir voru að ferðast innanlands, fjölgaði gestum hjá okkur alveg rosalega. Ég held að við megum búast við því sama í ár,“ segir Gunnur. „Við erum ekki að stíla inn á ferðamenn og höfum aldrei gert. Íslendingar eru okkar markhópur og við sáum sannarlega síðasta sumar hvað fólk var spennt fyrir því að upplifa allt sem hægt er innanlands.“
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira