Níu mánaða fangelsi fyrir að brjóta á þremur börnum í Austurbæjarskóla Karlmaður var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið á þremur börnum í Austurbæjarskóla haustið 2019. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða einu barnanna, sem var níu ára þegar brotið átti sér stað, hálfa milljón króna í miskabætur. 1.6.2021 20:56
Hlupu til minningar um ellefu ára dreng sem lést af slysförum Um sjötíu manna hópur hljóp í Stjörnuhlaupinu á laugardag til minningar um Maximilian, ellefu ára dreng sem lést af slysförum í september á síðasta ári. Margir úr hópnum eru þegar búnir að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið og verður minningu hans einnig haldið á lofti þar. 1.6.2021 20:27
Kara Guðrún Melstað er látin Kara Guðrún Melstað lést á heimili sínu í Þýskalandi í gær, 61 árs að aldri. Kara hafði verið búsett um árabil í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands í handbolta. 1.6.2021 19:16
Að ganga fram hjá nýdánum klifrurum breytti ímyndinni af Everest Sigurður B. Sveinsson og Heimir Hallgrímsson, sem klifu Everest í maí, segja upplifunina við það að ná á toppinn ekki hafa verið eins og þeir ímynduðu sér. Toppur fjallsins hafi verið skrítinn staður til að vera á. 1.6.2021 19:01
Fasteignamat hækkar um 7,4 prósent á árinu Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,4 prósent á árinu og verður 10.340 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár, fyrir árið 2022. Þetta er töluvert meiri hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 2,1 prósent á landinu öllu. 1.6.2021 06:13
Tígrisdýrabani handtekinn eftir 20 ára leit Karlmaður sem talinn er hafa drepið 70 tígrisdýr, sem eru í útrýmingarhættu, í Bangladess hefur verið handtekinn eftir 20 ára leit að honum. 31.5.2021 21:54
Segir styttingu vinnuvikunnar bjarnargreiða Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, segir að stytting vinnuvikunnar hafi reynst hinn mesti bjarnargreiði fyrir heilbrigðiskerfið. Mannekla hafi verið í heilbrigðiskerfinu fyrir en nú sé staðan enn verri. 31.5.2021 20:45
Mótettukórinn söng sinn hinsta söng við Hallgrímskirkju Mótettukórinn og stjórnandi hans kvöddu Hallgrímskirkju á táknrænan hátt eftir 39 ára starf í kvöld. Stjórnandinn, sem verið hefur kantor og organisti í kirkjunni, hætti störfum í dag vegna deilna vil sóknarnefnd kirkjunnar. 31.5.2021 20:00
Afbrigðin endurnefnd eftir grískum bókstöfum Afbrigði kórónuveirunnar hafa verið endurnefnd af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, eftir grískum bókstöfum. Nú verða öll ný afbrigði veirunnar nefnd eftir þessu kerfi. 31.5.2021 18:52
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur krafið Dana um skýringar vegna þáttar þeirr aí njósnum Bandaríkjamanna á stjórnmálaleiðtogum í nokkrum nágrannaríkjum. Rætt verður við ráðherra og fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 31.5.2021 18:01