Níu mánaða fangelsi fyrir að brjóta á þremur börnum í Austurbæjarskóla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2021 20:56 Yngsta barnið var níu ára gamalt. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið á þremur börnum í Austurbæjarskóla haustið 2019. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða einu barnanna, sem var níu ára þegar brotið átti sér stað, hálfa milljón króna í miskabætur. Atvikin áttu sér stað í Austurbæjarskóla í byrjun september 2019. Maðurinn hafði laumað sér inn í skólann á meðan á kennslu stóð og lokkað níu ára gamla stúlku með sér upp á rishæð skólans. Hann hafi þar snert hana með óviðeigandi hætti á rassi, lærum og kynfærum utanklæða. Stúlkan leitaði til starfsmanns skólans strax eftir atvikið og greindi starfsmanninum frá því hvað hafi skeð. Stúlkunni var þá strax vísað til skólastjórnenda sem kölluðu til lögreglu. Fram kemur í dómi að eftir að stúlkan lét skólastjórnendur vita fór aðstoðarskólastjórinn að leita að manninum. Hún fann hann fljótt, en hann var nokkuð áberandi klæddur í hvítan joggingalla. Vísaði hún honum á skrifstofu skólans og sagði maðurinn henni það að hann væri að bíða eftir frænda sínum sem væri nemandi við skólann. Maðurinn yfirgaf skólann stuttu síðar, þegar af honum var litið. Daginn eftir bárust lögreglu upplýsingar frá skólastjóra Austurbæjarskóla um að annar nemandi við skólann, fjórtán ára drengur, hafi greint frá því að hann hafi hitt mann í skólanum daginn áður sem hefði slegið hann á rassinn utanklæða og aðspurður hefði maðurinn sagst vera að grínast. Maðurinn hafi þá boðið honum fíkniefni. Við rannsókn málsins kom í ljós að þriðji nemandinn við skólann, fimmtán ára stúlka, hafi einnig orðið á vegi mannsins. Hann hafi snert hana á óviðeigandi hátt, elt hana á skólalóðinni þar til hún fór til hóps af drengjum á lóðinni. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir tvö umferðarlagabrot, en í bæði skiptin keyrði hann sviptur ökuréttindum. Dómsmál Barnavernd Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Atvikin áttu sér stað í Austurbæjarskóla í byrjun september 2019. Maðurinn hafði laumað sér inn í skólann á meðan á kennslu stóð og lokkað níu ára gamla stúlku með sér upp á rishæð skólans. Hann hafi þar snert hana með óviðeigandi hætti á rassi, lærum og kynfærum utanklæða. Stúlkan leitaði til starfsmanns skólans strax eftir atvikið og greindi starfsmanninum frá því hvað hafi skeð. Stúlkunni var þá strax vísað til skólastjórnenda sem kölluðu til lögreglu. Fram kemur í dómi að eftir að stúlkan lét skólastjórnendur vita fór aðstoðarskólastjórinn að leita að manninum. Hún fann hann fljótt, en hann var nokkuð áberandi klæddur í hvítan joggingalla. Vísaði hún honum á skrifstofu skólans og sagði maðurinn henni það að hann væri að bíða eftir frænda sínum sem væri nemandi við skólann. Maðurinn yfirgaf skólann stuttu síðar, þegar af honum var litið. Daginn eftir bárust lögreglu upplýsingar frá skólastjóra Austurbæjarskóla um að annar nemandi við skólann, fjórtán ára drengur, hafi greint frá því að hann hafi hitt mann í skólanum daginn áður sem hefði slegið hann á rassinn utanklæða og aðspurður hefði maðurinn sagst vera að grínast. Maðurinn hafi þá boðið honum fíkniefni. Við rannsókn málsins kom í ljós að þriðji nemandinn við skólann, fimmtán ára stúlka, hafi einnig orðið á vegi mannsins. Hann hafi snert hana á óviðeigandi hátt, elt hana á skólalóðinni þar til hún fór til hóps af drengjum á lóðinni. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir tvö umferðarlagabrot, en í bæði skiptin keyrði hann sviptur ökuréttindum.
Dómsmál Barnavernd Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira