Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dómur yfir „Bosníu-slátraranum“ stendur ó­ra­skaður

Dómstóll Sameinuðu þjóðanna staðfesti í dag lífstíðardóm yfir bosníuserbneska herforingjanum Ratko Mladic. Maldic hafði áfrýjað dómi, sem féll árið 2017, þar sem hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þátt sinn í þjóðernishreinsunum í Bosníu.

Laus eftir níu ár í fangelsi fyrir þungunar­rof

Sara Rogel, sem var dæmd í þrjátíu ára fangelsi í El Salvador fyrir að hafa rofið þungun, hefur losnað úr fangelsi eftir níu ár á bak við lás og slá. Þungunarrofslög í El Salvador eru meðal ströngustu þungunarrofslöggjafa í heiminum.

Ferða­fé­lagið fjölgar ferðum fyrir gönguþyrsta Ís­lendinga

Útlit er fyrir að íslenska ferðasumarið muni endurtaka sig í ár. Mikill fjöldi fólks ætlar að ferðast innanlands og ganga um íslenska náttúru. Þetta segir framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands og segir hann langt síðan jafn margir voru skráðir í félagið.

Auður tekur ekki þátt í upp­setningu Rómeó og Júlíu

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu.

„Co­vid lýkur ekki fyrr en því lýkur alls staðar“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir baráttuna við kórónuveiruna hvergi nærri búna, þrátt fyrir að bjartari tímar séu fram undan hér á landi. Enn sé langt í land og segir Víðir að við verðum að taka þátt í alþjóðlegri baráttu gegn veirunni.

Bein út­sending: Eld­hús­dags­um­ræður á Al­þingi

Almennar stjórnmálaumræður, oft nefndar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:30 í kvöld og er áætlað að þær standi yfir til klukkan 22. Alls eru 23 þingmenn á mælendaskrá – þrír úr hverjum flokki að frátöldum Flokki fólksins, þar sem báðir þingmenn þess flokks munu taka til máls.

UN Wo­men fjar­lægir allt markaðs­efni með Auði

UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu.

„Upp­á­halds­tölvu­pósturinn til mín í dag kom frá Dis­n­ey+“

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fagnar því að Disney hafi brugðist við beiðni ráðuneytisins um að bjóða upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Disney segir að 600 þættir og kvikmyndir séu á leiðinni og ættu langflestir að vera aðgengilegir fyrir júnílok.

Sjá meira