Dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa selt unglingsstúlkum fíkniefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2021 14:28 Héraðsdómur Austurlands á Egilsstöðum. Vísir/Vilhelm Karlmaður var sakfelldur í Héraðsdómi Austurlands fyrir að hafa selt þremur stúlkum, sem voru fjórtán og sextán ára gamlar, kannabis og gefið einni þeirra amfetamín heima hjá sér. Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir brotin sem framin voru í Fjarðabyggð. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum 5,14 grömm af kannabisi, 1,42 grömm af amfetamíni og 98 skammta af LSD í sölu- og dreifingarskyni. Fíkniefnin fundust á heimili mannsins við húsleit. Maðurinn neitaði því að hafa selt og gefið stúlkunum fíkniefni en játaði að hafa haft fíkniefni í vörslum sínum. Hann neitaði því hins vegar að hafa verið með fíkniefnin í sölu- og dreifingarskyni. Þann 8. nóvember síðastliðinn barst lögreglu tilkynning frá foreldrum stúlknanna þriggja, sem þá voru fjórtán og sextán ára, um að maðurinn hefði selt stúlkunum kannabis kvöldið áður. Lögregla fór þá að heimili mannsins, og ræddu við hann, en mikil kannabislykt var í íbúð hans. Var þá lagt hald á fyrrnefnd fíkniefni sem fundust við húsleit. Við lögreglurannsókn kom meðal annars í ljós að frá 1. janúar 2019 til 13. nóvember 2020 höfðu hátt í 60 ótengdir einstaklingar lagt peninga inn á bankareikning mannsins í 124 færslum. Alls voru það 1.926.333 krónur. Vantaði reykingatól og sneru því aftur Í yfirheyrslum játaði maðurinn það að stúlkurnar hafi komið heim til hans umrætt grömm til þess að fá hjá honum eitt gramm af kannabisi, eða grasi. Þær hafi hins vegar ekki keypt það. Stúlkurnar hafi svo reykt grasið á svölunum hjá manninum. Þar að auki hafi ein stúlknanna neytt amfetamíns. Við lögregluyfirheyrslur báru lögreglumenn gögn úr síma mannsins undir hann. Þar á meðal voru samskipti á milli hans og stúlknanna, þar sem umræðuefnið varðaði kaupverð á fíkniefnum. Maðurinn staðfesti að hann hafi átt í þessum samskiptum en þegar á hólminn hafi verið komið hafi hann ekki rukkað þær um gjaldið. Stúlkurnar hins vegar voru sammála um það að þær hafi greitt 4.000 krónur fyrir grammið af grasi sem þær keyptu af manninum. Þær hafi ætlað að fara annað til að reykja grasið en þær hafi þá uppgötvað að þær vanhagaði um bréfsefni til að reykja efnið. Maðurinn hafi þá boðið þeim aftur til sín og leyft þeim að reykja efnið á svölunum. Dómsmál Fjarðabyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum 5,14 grömm af kannabisi, 1,42 grömm af amfetamíni og 98 skammta af LSD í sölu- og dreifingarskyni. Fíkniefnin fundust á heimili mannsins við húsleit. Maðurinn neitaði því að hafa selt og gefið stúlkunum fíkniefni en játaði að hafa haft fíkniefni í vörslum sínum. Hann neitaði því hins vegar að hafa verið með fíkniefnin í sölu- og dreifingarskyni. Þann 8. nóvember síðastliðinn barst lögreglu tilkynning frá foreldrum stúlknanna þriggja, sem þá voru fjórtán og sextán ára, um að maðurinn hefði selt stúlkunum kannabis kvöldið áður. Lögregla fór þá að heimili mannsins, og ræddu við hann, en mikil kannabislykt var í íbúð hans. Var þá lagt hald á fyrrnefnd fíkniefni sem fundust við húsleit. Við lögreglurannsókn kom meðal annars í ljós að frá 1. janúar 2019 til 13. nóvember 2020 höfðu hátt í 60 ótengdir einstaklingar lagt peninga inn á bankareikning mannsins í 124 færslum. Alls voru það 1.926.333 krónur. Vantaði reykingatól og sneru því aftur Í yfirheyrslum játaði maðurinn það að stúlkurnar hafi komið heim til hans umrætt grömm til þess að fá hjá honum eitt gramm af kannabisi, eða grasi. Þær hafi hins vegar ekki keypt það. Stúlkurnar hafi svo reykt grasið á svölunum hjá manninum. Þar að auki hafi ein stúlknanna neytt amfetamíns. Við lögregluyfirheyrslur báru lögreglumenn gögn úr síma mannsins undir hann. Þar á meðal voru samskipti á milli hans og stúlknanna, þar sem umræðuefnið varðaði kaupverð á fíkniefnum. Maðurinn staðfesti að hann hafi átt í þessum samskiptum en þegar á hólminn hafi verið komið hafi hann ekki rukkað þær um gjaldið. Stúlkurnar hins vegar voru sammála um það að þær hafi greitt 4.000 krónur fyrir grammið af grasi sem þær keyptu af manninum. Þær hafi ætlað að fara annað til að reykja grasið en þær hafi þá uppgötvað að þær vanhagaði um bréfsefni til að reykja efnið. Maðurinn hafi þá boðið þeim aftur til sín og leyft þeim að reykja efnið á svölunum.
Dómsmál Fjarðabyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira