Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Haraldur hissa á við­brögðum Sjálf­stæðis­kvenna

Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni.

Verk­ferlar endur­skoðaðir og eftir­lit hert í Barna­landi

Verkferlar í kring um innritun barna í Barnaland í Smáralind verða endurskoðaðir, eftirlit hert og starfsþjálfun tekin til endurskoðunar eftir að fjögurra ára gömul stúlka hvarf úr Barnalandi á sunnudag án þess að starfsmenn tækju eftir því.

Beinin sem fundust í Húna­vatns­sýslu ekki úr manni

Bein sem fundust í fjöru á Skaga í Húnavatnssýslu síðdegis í gær reyndust ekki vera mannabein. Talið var að um bein úr handleggi manns væri að ræða en svo reyndist ekki. Þetta staðfestir Runólfur Þórhallsson, formaður kennslanefndar ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu.

„Guð forði okkur frá því að verði byggt þarna“

Ný landfylling í Sundahöfn er mikið deilumál og eru íbúar í Laugarnesi ekki parsáttir við það að verið sé að bæta í fyllinguna þessa dagana. Áætlanir eru uppi um að nýjar höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi þar sem verið er að koma landfyllingunni niður og eru íbúar á svæðinu áhyggjufullir um að náttúru- og útsýnisspjöll fylgi þessari uppbyggingu.

Manna­bein fundust í fjöru í Húna­vatns­sýslu

Íbúi á Skaga í Húnavatnssýslu fann eftir hádegi í gær bein sem talin eru vera úr manni. Lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar til og fór ítarleg leit fram á svæðinu í kring en ekkert fleira fannst sem talið er geta tengst beininu.

Sjá meira