Innlent

Beinin sem fundust í Húna­vatns­sýslu ekki úr manni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Runólfur Þórhallsson, formaður kennslanefndar ríkislögreglustjóra, segir að ekki hafi verið um mannabein að ræða. 
Runólfur Þórhallsson, formaður kennslanefndar ríkislögreglustjóra, segir að ekki hafi verið um mannabein að ræða.  Vísir/Arnór

Bein sem fundust í fjöru á Skaga í Húnavatnssýslu síðdegis í gær reyndust ekki vera mannabein. Talið var að um bein úr handleggi manns væri að ræða en svo reyndist ekki. Þetta staðfestir Runólfur Þórhallsson, formaður kennslanefndar ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu.

„Jú, það var staðfest að þetta eru ekki mannabein,“ segir Runólfur.

Hann segir ekki ljóst úr hvers konar dýri beinin eru en telur líklegt að þetta séu bein úr selshræi.

„Afturhreifinn er ansi líkur handleggsbeinum úr manni. Það er ekki óalgengt að bæði bein úr stórum álftum og selshræjum séu mistekin sem mannabein.“


Tengdar fréttir

Manna­bein fundust í fjöru í Húna­vatns­sýslu

Íbúi á Skaga í Húnavatnssýslu fann eftir hádegi í gær bein sem talin eru vera úr manni. Lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar til og fór ítarleg leit fram á svæðinu í kring en ekkert fleira fannst sem talið er geta tengst beininu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×