Segir skerta þjónustu við íbúa birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimila Íbúar á Hrafnistu geta héðan í frá hvorki fengið fylgd í fótsnyrtingu né hárgreiðslu, sem þeir hafa fengið hingað til. Forstjóri Hrafnistuheimilanna segir þessa skerðingu enn eina birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimilanna. 28.6.2021 21:01
„Farþegar þurfa að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni“ Ferðamönnum sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um frá um þúsund til tvö þúsund ferðamönnum á dag upp í fimm þúsund síðastliðnar tvær vikur. Í dag hafa lent 21 flugvél á Keflavíkurflugvelli og von er á fimm til viðbótar í kvöld. 28.6.2021 19:22
Aðeins tvö útibú Arion banka eftir á höfuðborgarsvæðinu Aðeins tvö útibú Arion banka eru eftir á höfuðborgarsvæðinu en útibú bankans í Kringlunni lokaði á dögunum. Ekki er langt um liðið frá því að útibú Arion banka að Borgartúni 18 lokaði en þar er starfsendurhæfingarsjóður VIRK nú til húsa. 28.6.2021 17:59
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ferðamönnum fjölgar hratt hér á landi nú þegar takmörkunum hefur verið aflétt. Við tökum stöðuna á Keflavíkurflugvelli í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar klukkan hálf sjö. 28.6.2021 17:57
Lögreglumaður sakfelldur fyrir að hafa orðið fótboltamanni að bana Lögreglumaðurinn Benjamin Monk hefur verið sakfelldur fyrir að hafa orðið fótboltamanninum Dalian Atkinson að bana með því að hafa skotið hann með rafbyssu í 33 sekúndur og sparkað tvisvar í höfuð hans á meðan Atkinson lá í jörðinni. 23.6.2021 16:03
Hræðast aðra Covid-bylgju í Evrópu vegna Delta-afbrigðisins Sóttvarnastofnun Evrópu hefur kallað eftir því að flýtt verði fyrir bólusetningum í Evrópu gegn Covid-19 vegna Delta-afbrigðisins sem breiðist nú út um álfuna. 23.6.2021 15:12
Blaðamaður fann tveggja ára barn sem var týnt í tvo daga Tveggja ára gamall drengur sem týndist á mánudagskvöld á Ítalíu fannst í morgun af blaðamanni sem var sendur til að fjalla um hvarfið. Drengurinn fannst nokkra kílómetra frá heimili sínu. 23.6.2021 14:34
Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23.6.2021 14:01
Til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða í HÍ Rektor Háskóla Íslands segir til skoðunar að auka námsframboð í skólanum fyrir fólk með fötlun. Einhverf kona segir ósanngjarnt að henni standi bara starfstengt diplómanám til boða. 23.6.2021 13:20
Bóluefni Moderna er nú Spikevax Bóluefni Moderna hefur nú fengið nýtt nafn og heitir því Spikevax það sem eftir er. Bóluefnið hefur verið í notkun hér á landi frá því í janúar og hefur hingað til verið vísað til þess bara sem „Moderna“ en nú hlýtur að verða breyting þar á. 23.6.2021 13:09