„Farþegar þurfa að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2021 19:22 Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Sigurjón Ferðamönnum sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um frá um þúsund til tvö þúsund ferðamönnum á dag upp í fimm þúsund síðastliðnar tvær vikur. Í dag hafa lent 21 flugvél á Keflavíkurflugvelli og von er á fimm til viðbótar í kvöld. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir vel hafa gengið að halda skipulagi þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna en afkastagetu á flugvellinum takmarkaða. „Við fjölgun farþega lengist talsvert í röðunum. Síðasta laugardag var mikill fjöldi hér og farþegar þurftu að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni,“ sagði Arngrímur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þegar mest lætur nær röðin, fyrir þá sem þekkja, inn á töskuafhendingarsvæðið og hringast um allan töskusal, upp stigann og langt út í suðurbygginguna á flugstöðinni,“ sagði Arngrímur. Fjölda ferðamanna sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað gífurlega undanfarnar tvær vikur.Vísir/Sigurjón Til stendur að breyta fyrirkomulagi sóttvarnaaðgerða á landamærum þann 1. júlí næstkomandi, sem er nú á fimmtudag. Hætt verður að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19 og þá verður einnig hætt að skima börn fyrir Covid-19 við komuna til landsins. Þeir sem ekki geta framvísað slíkum vottorðum þurfa þó áfram að framvísa neikvæðum PCR-vottorðum og mega þau ekki vera eldri en 72 klukkustunda gömul. Þá þurfa þeir einnig að fara í tvær PCR-skimanir hér á landi með fimm daga sóttkví á milli. „Skipulagið verður það sama, eins og þú sást hérna þurfa þeir sem koma til landsins að framvísa vottorðum,“ sagði Arngrímur. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir vel hafa gengið að halda skipulagi þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna en afkastagetu á flugvellinum takmarkaða. „Við fjölgun farþega lengist talsvert í röðunum. Síðasta laugardag var mikill fjöldi hér og farþegar þurftu að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni,“ sagði Arngrímur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þegar mest lætur nær röðin, fyrir þá sem þekkja, inn á töskuafhendingarsvæðið og hringast um allan töskusal, upp stigann og langt út í suðurbygginguna á flugstöðinni,“ sagði Arngrímur. Fjölda ferðamanna sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað gífurlega undanfarnar tvær vikur.Vísir/Sigurjón Til stendur að breyta fyrirkomulagi sóttvarnaaðgerða á landamærum þann 1. júlí næstkomandi, sem er nú á fimmtudag. Hætt verður að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19 og þá verður einnig hætt að skima börn fyrir Covid-19 við komuna til landsins. Þeir sem ekki geta framvísað slíkum vottorðum þurfa þó áfram að framvísa neikvæðum PCR-vottorðum og mega þau ekki vera eldri en 72 klukkustunda gömul. Þá þurfa þeir einnig að fara í tvær PCR-skimanir hér á landi með fimm daga sóttkví á milli. „Skipulagið verður það sama, eins og þú sást hérna þurfa þeir sem koma til landsins að framvísa vottorðum,“ sagði Arngrímur.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira