Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Frosti og Helga eignuðust dreng sem var strax nefndur Máni

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og konan hans Helga Gabríela Sigurðar eignuðust sitt annað barn um helgina. Drengurinn fæddist á tíunda tímanum og var þegar í stað nefndur Máni Frostason í höfuðið á Mána Péturssyni, sem fer með umsjón útvarpsþáttanna Harmageddon á X-inu ásamt Frosta.

Sjáðu fyrstu stikluna úr annarri seríu The Witcher

Fyrsta smástiklan fyrir aðra seríu Netflix-þáttanna The Witcher er komin í loftið. Nú eru bara fimm mánuðir í að þættirnir komi út og er því nær tveggja ára bið eftir annarri seríu lokið en fyrsta sería þáttanna fór í loftið í desember 2019.

Engin bilun varð í vélar­búnaði flug­vélarinnar sem hrapaði

Níu fórust í flugslysi í Örebro í Svíþjóð í gær. Umfangsmikil rannsókn um orsakir og aðdraganda slyssins stendur nú yfir en samkvæmt gögnum sem sænska ríkisútvarpið hefur undir höndum er ekkert sem bendir til þess að bilun í vélinni hafi valdið því að hún hrapaði.

Couzens játar að hafa myrt E­verard

Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens hefur játað að hafa myrt Söruh Everard í mars síðastliðnum Couzens rændi Everard, þegar hún var að ganga heim frá vini sínum í Clapham þann 3. mars, áður en hann keyrði með hana í burt á bíl sem hann hafði tekið á leigu.

Hefja nýja rann­sókn á flaki Estonia í dag

Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994.

Lil Baby hand­tekinn í París vegna fíkni­efna

Bandaríski rapparinn Lil Baby hefur verið handtekinn í París eftir að fíkniefni fundust í fórum hans. Hann er staddur í París með körfuboltamanninum James Harden í tilefni tískuvikunnar í París. Harden var ekki handtekinn og er ekki grunaður um nokkuð glæpsamlegt.

Sænskt par dæmt fyrir 181 nauðgun gegn barni

Sænskt par var í morgun sakfellt fyrir að hafa ítrekað nauðgað og misnotað tvö börn og að hafa átt og framleitt gríðarlegt magn af barnaklámi. Konan var dæmd í átta og hálfs árs fangelsi en maðurinn var dæmdur í 13 ára og sex mánaða fangelsi.

Sjá meira