Tveir hópar farenda fóru yfir landamæri Póllands í nótt Tveim hópum farenda tókst að komast frá Hvíta-Rússlandi og yfir til Póllands í nótt. Allir eru þeir nú í haldi landamæravarða í Póllandi. 10.11.2021 11:03
Bandarískur blaðamaður ákærður fyrir undirróður og hryðjuverk Bandarískur blaðamaður hefur verið ákærður fyrir uppreisnaráróður og hryðjuverk í Mjanmar. Blaðamaðurinn var handtekinn í maí þegar hann reyndi að flýja landið en hefur verið í haldi hersins síðan þá. 10.11.2021 10:14
Axel Flóvent spilaði á síðustu Stofutónleikunum í bili Nágrannarnir Ólafsson gin og Alda Music standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. 10.11.2021 08:00
Slökkviliðsstjórinn segir Travis hafa átt að stöðva tónleikana Slökkviliðsstjórinn í Houston í Texas segir að rapparinn Travis Scott hefði átt að stöðva tónleikana sína á Astroworld tónlistarhátíðinni á föstudag þegar hann varð var við að eitthvað væri að á tónleikunum. Átta fórust á þeim, á aldrinum fjórtán til 27 ára. 9.11.2021 23:47
Armbönd Marie Antoinette seljast fyrir milljarð króna Tvö demantsarmbönd sem eitt sinn voru í eigu síðustu drottningar Frakklands, Marie Antoinette, hafa verið seld á uppboði í Sviss fyrir rúmar átta milljónir dollara, eða rúman milljarð króna. 9.11.2021 23:03
Átján mánaða fangelsi fyrir innbrot og nauðgun Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa brotist inn á heimili vinkonu sinnarog naágranna og nauðgað henni. Maðurinn var jafnframt dæmdur til greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. 9.11.2021 23:01
Malala Yousafzai gekk í það heilaga í dag Pakistanski aðgerðasinninn Malala Yousafzai og unnusti hennar Asser Malik gengu í það heilaga í dag. Þetta tilkynnti Malala á Instagram í dag. 9.11.2021 20:08
„Pabbi og mamma, viljið þið segja í kvöld að ég sé ekki vitlaus eða heimskur“ „Nánast allan áttunda og níunda bekk var honum varla heilsað af félögunum, það var eins og hann væri bara ekki á staðnum. Hann var hunsaður, hann var ekki til.“ 9.11.2021 20:01
Drengurinn er fundinn heill á húfi Tíu ára gamall drengur sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í kvöld er fundinn heill á húfi. 9.11.2021 19:21
Segja Måneskin herma eftir sér: „Verið frumlegri“ Ítölsk glampopp hljómsveit, sem var stofnuð á áttunda áratugi síðustu aldar, hefur sakað hljómsveitina Måneskin um að herma eftir búningum hennar. Sveitin gagnrýnir að nýliðarnir hafi klæðst glimmerbúningum sem sýndu Bandaríska fánann þegar þeir opnuðu fyrir Rolling Stones á tónleikum í Las Vegas. 9.11.2021 17:38