Víðtækar lokanir í miðbæ vegna kvikmyndatöku fyrir Netflix Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur verða við störf í miðbæ Reykjavíkur um helgina við tökur á kvikmyndinni Heart of Stone fyrir streymisveituna Netflix. Kvikmyndatökunum fylgja víðtækar lokanir, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur. 30.3.2022 15:35
Reykjanesbraut í stokk og nýr miðbær við Smára Reykjanesbraut verður lögð í stokk, Fífuhvammsvegur og Skógarlind færast upp á yfirborðið og mannvænt og spennandi miðbæjarumhverfi myndast við Smárahverfi í Kópavogi. Þetta mun allt gerast á svæðinu samkvæmt vinningstillögu hugmyndasamkeppni um uppbyggingu Kópavogs sem kynnt var í dag. 30.3.2022 15:18
Foreldrarnir hafa tekist á fyrir dómstólum í Noregi og á Íslandi Íslensk kona, sem nam þrjá syni sína á brott af heimili þeirra í Noregi á mánudag, var árið 2020 dæmd af norskum dómstólum í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa meinað föðurnum að hitta börnin. 30.3.2022 14:57
Vara við sprengingum vegna sérsveitaræfingar í Skipholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað borgarbúa við því að háværir hvellir eða sprengingar gætu heyrst í kring um Skipholt í dag vegna æfingar sérsveitar ríkislögreglustjóra. 30.3.2022 09:09
Lögreglan í Noregi rannsakar brottnám íslenskra bræðra Lögreglan í Noregi hefur til rannsóknar brottnám þriggja íslenskra drengja á grunnskólaaldri frá Noregi í gær. Móðir drengjanna flutti drengina þrjá frá Noregi til Íslands í gær í óþökk föðurins. 29.3.2022 17:44
Segir skoðun Steinunnar Ólínu um flóttafólk byggða á forréttindum Jasmina Vajzovic Crnac, yfirmaður alþjóðateymis velferðasviðs Reykjavíkurborgar, segir yfirlýsingar Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu um dvöl úkraínskra flóttamanna á Bifröst byggðar á forréttindablindu. Jasmina kom sjálf til Íslands sem flóttamaður þegar hún var barn og segir flóttamenn ekki hugsa um að komast á kaffihús þegar þeir flýja stríð. 29.3.2022 16:48
Sigurður Hannesson nýr stjórnarformaður Sinfóníunnar Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins hefur tekið við sem stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands af Sigurbirni Þorkelssyni, sem hefur sinnt stöðunni síðan 2014. 29.3.2022 10:54
Tvö ný sveitarfélög urðu til í gær Íbúar í Langanesbyggð og í Svalbarðshreppi annars vegar og íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit samþykktu í gær sameiningu með afgerandi hætti. Sveitarstjórar segja þetta rökrétt skref í áttina að nánara samstarfi sveitarfélaga. 27.3.2022 14:30
Missir heimaþjónustu á þriðjudag og hræðist að enda aftur á bráðamóttöku Fjölfatlaður 45 ára karlmaður hræðist að lenda varanlega inni á bráðamóttöku um miðja viku þar sem þjónustusamningur borgarinnar við hann er við það að renna út. Hann segist hafa sent borginni ítrekaðar fyrirspurnir en fái ekki svör um hvort samningurinn verði framlengdur svo hann geti verið áfram heima. 27.3.2022 14:01
Segja Rússa beita efnavopnum í Austur-Úkraínu Bandaríkjaforseti var harðorður í garð forseta Rússlands í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í Póllandi í gærkvöldi. Hann kallaði Vladimír Pútín slátrara og lýsti því yfir að hann gæti ekki setið lengur á valdastóli. 27.3.2022 12:32