Vaktin: Þjóðverjar skoði loftvarnakerfi vegna mögulegra árása Rússa Þjóðverjar íhuga nú að fjárfesta í loftvarnakerfi, til að verjast mögulegum árásum Rússa á landið. Þetta segir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. 27.3.2022 09:23
Mældu átján stiga hita á Kvískerjum á miðnætti Það hlýtur að teljast vorboði að átján stiga hiti hafi mælst á miðnætti á Kvískerjum undir Vatnajökli. Nú mun hins vegar taka að kólna og það frystir víða á landinu í dag. 27.3.2022 08:40
Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. 27.3.2022 07:56
Ók á gangandi vegfaranda og stakk af Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á níunda tímanum í gærkvöldi og ökumaður stakk af. Málið er í rannsókn og ekki vitað um alvarleika meiðsla þess sem var ekið á. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ekið á vegfarandann á Suðurlandsbraut. 27.3.2022 07:31
Telur að bregðast þurfi strax við ásökunum um kynferðisbrot innan fyrirtækja Á að byggja ákvarðanir sem teknar eru innan fyrirtækja á sömu hagsmunum og í refsimálum fyrir dómstólum? Er sambærilegt að missa starf og að vera dæmdur í fangelsi? Þessum spurningum veltir lögfræðingurinn Ingunn Agnes Kro upp í grein sem birtist í Lögmannablaðinu sem kom út á föstudaginn. 27.3.2022 07:21
Solveig Lára vígslubiskup á Hólum lætur af embætti Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, tilkynnti á kirkjuþingi sem hófst í morgun að hún hygðist láta af embætti 1. september næstkomandi. 26.3.2022 14:11
Hjálmar Hallgrímsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Grindavík Hjálmar Hallgrímsson mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Grindavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem fara fram 14. maí næstkomandi. Birgitta H. Ramsey Káradóttir skipar annað sætið og Irmy Rós Þorsteinsdóttir það þriðja. 26.3.2022 13:44
Sumarbústaður Gylfa Þórs seldur á uppboði að beiðni Skattsins Sumarbústaður í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar hefur verið settur á uppboð hjá Sýslumanninum á Suðurlandi að beiðni Skattsins. 26.3.2022 13:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar, og aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag.Nýburi var lagður inn á gjörgæslu í gær með Covid-19. 26.3.2022 11:59
Nýburi liggur á gjörgæslu með Covid-19 Fimm börn eru inniliggjandi á Landspítala með Covid-19, þar af eitt á nýburagjörgæslu. 26.3.2022 10:37