Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Nýr barna- og menntamálaráðherra vonar að einhvers konar síma- eða samfélagsmiðlabann geti tekið gildi í grunnskólum fyrir næsta haust. Til skoðunar er hvort miða eigi við fimmtán eða sextán ára aldur. 17.1.2026 16:13
„Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Frumvarp að nýjum búvörulögum er skref í rétta átt að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Hann segir miður að ráðherra virðist hafa látið undan þrýstingi og tekið sé minna skref en þegar frumvarpsdrög voru birt. 14.1.2026 12:42
Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Móðir stúlku, sem talin er hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu leikskólastarfsmanns, segist ráðalaus. Lögreglurannsókn var látin niður falla þar sem ekki töldust nægar sannanir til staðar, þrátt fyrir að tveir starfsmenn hafi orðið vitni að ofbeldinu. Fjölskyldunni var ekki úthlutaður réttargæslumaður og segist móðirin enga hugmynd hafa hvaða úrræði standi þeim til boða. 12.1.2026 09:01
Fleiri stelpur týndar en áður Nýjum einstaklingum hefur fjölgað umtalsvert síðustu ár, í hópi barna með fjölþættan vanda sem lögreglan leitar að hverju sinni. Þá eru breytingar í kynjahlutföllum áberandi nú um stundir, týndar stúlkur voru marktækt fleiri en drengir á síðasta ári. Lögreglumaður segir þessa þróun ekki góða. 11.1.2026 18:01
Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Nýr félags- og húsnæðismálaráðherra segist ætla að taka til hendinni í málaflokknum. Sveiflur á húsnæðismarkaði hafi verið einn helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn. 11.1.2026 16:41
„Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir helstu ógnina sem stafi að Íslandi í tollamálum vera frá Evrópu, ekki Bandaríkjunum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ekkert annað í stöðunni en að halla sér meira að ESB vegna þeirrar upplausnar sem sé á alþjóðasviðinu. 11.1.2026 16:33
Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Guðmundur Ingi Kristinsson, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, segist ekki glaður með að skilja við embættið. Hann hefði viljað sinna málaflokknum í lengri tíma. 11.1.2026 15:57
Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, segir að árekstrar hafi orðið á milli hans og skaðaminnkandi úrræða Rauða krossins fyrir nokkrum árum þegar hópur barna í sprautuneyslu leitaði þangað í miklu mæli. 11.1.2026 13:33
Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Meirhluti landsmanna er hlynntur upptöku viðræðna við Evrópusambandið samkvæmt könnun Maskínu, sem gerð var í desember. Stjórnmálafræðingur telur líklegt að afstaða fólks taki hröðum breytingum vegna óvissu á alþjóðavísu. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 11.1.2026 11:38
Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Jarðskjálftahrina stendur nú yfir á Reykjaneshrygg. Skjálftahrinan hófst um klukkan á milli fimm og sex í morgun og stendur enn yfir. Stærstu skjálftarnir sem mælst hafa voru 3,4 rétt fyrir 6.30 og 3,7 að stærð og eru upptök þeirra í 15 til 20 kílómetrum suðvestur af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Sá stærri er enn óyfirfarinn. 11.1.2026 10:02