Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Á­fellis­dómur á stjórn­sýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur

Úrskurður sem fellir úr gildi heimild fyrir búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í JL húsinu er enn annar áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þetta segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við forstjóra Vinnumálastofnunar, sem segir úrskurðinn hafa komið sér í opna skjöldu.

Engar töfra­lausnir við hegðunarvanda barna

Aukin ofbeldishegðun barna er stórt samfélagslegt vandamál sem engar töfralausnir finnast við. Þetta segir skólastjóri með áralanga reynslu af starfi með börnum með hegðunarvanda. 

„Ég held að það sé full á­stæða til að óttast“

Formaður Samtakanna 78 skorar á íslensk stjórnvöld að fordæma tilskipanir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sem skerða réttindi trans fólks. Hún segir stöðuna í Bandaríkjunum hræðilega og öryggi hinsegin fólks sé beinlínis ógnað. 

Rýnt í fyrsta dag Trumps í em­bætti og deilt um Reykja­víkur­flug­völl

Donald Trump undirritaði mikinn fjölda forsetatilskipana eftir að hann sór embættiseiðinn í gær en meðal fyrstu verka var að náða þá sem réðust inn í bandaríska þinghúsið í janúar 2021. Friðjón Friðjónsson, sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, kemur í myndver og skoðar þennan fyrsta dag Trumps í embætti.

Virkjanaleyfið fyrir Hæsta­rétt og inn­setning Trumps

Landsvirkjun hefur óskað eftir því að Hæstiréttur taki fyrir dóm héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var ógilt. Í kvöldfréttum verður rætt við forstjóra Landsvirkjunar og fyrrverandi umhverfisráðherra. Þá ræðir nýr orku- og umhverfisráðherra málið í beinni útsendingu.

Meint ó­lög­mæt mót­mæli og al­þjóð­leg vernd

Lögregla var kölluð til vegna mótmælafundar Eflingar í Kringlunni í dag. Mótmælin beindust að einum veitingastað. Í kvöldfréttum verður rætt við lögmann Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri sem segir mótmælin ólögmæt.

Weidel og Scholz kanslaraefni

Mörg þúsund mótmæltu í Riesa í Saxlandi í Þýskalandi í morgun þar sem landsfundur fjarhægriflokksins Valkostur fyrir Þýskaland, eða AfD, fór fram í dag. Mótmælendur stöðvuðu meðal annars umferð að fundarstaðnum. 

Sjá meira