„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Ráðherra segir að í markaðshagkerfi þurfi menn bara að synda. 3.5.2025 18:33
Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 3.5.2025 18:11
Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Fasteignasali segir verð á nýjum íbúðum of hátt miðað við aðrar íbúðir á markaðnum og því seljist þær ekki í marga mánuði. Á átta þéttingarreitum í Reykjavík standa 260 íbúðir óseldar frá áramótum. 3.5.2025 11:45
Rykið dustað af sólbekkjunum Veðrið leikur svoleiðis við borgarbúa í dag og því má búast við margmenni í sundlaugum borgarinnar. Sundlaugarvörður segir sólbekkina þegar farna að fyllast og hvetur landsmenn til að nýta hverja mínútu af sólskini. 3.5.2025 10:57
Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Íslenskur karlmaður sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann í húsnæði á Hverfisgötunni hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Verjandi mannsins segja ekki forsendur fyrir gæsluvarðhaldi. Hann eigi að vista á viðeigandi stofnun en maðurinn er með þroskaskerðingu. 2.5.2025 18:11
Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda vegna krafa nýs rekstraraðila fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 1.5.2025 18:12
Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að verið se að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að upp komi umfangsmikið rafmagnsleysi hér á landi eins og varð á Íberíuskaga á mánudag. 1.5.2025 14:01
Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um styrkjamálið svokallaða er komin langt á veg og búast má við niðurstöðu nefndarinnar með vorinu. 1.5.2025 13:23
Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Einn var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í morgun eftir að lögreglu var tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni í heimahúsi við Hverfisgötu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðgerðina hafa gengið vel. 1.5.2025 11:46
Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu segir að mál Lúðvíks Kristinssonar, lögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna njósna, sé litið alvarlegum augum. Ríkislögreglustjóri telur ástæðu til að endurskoða reglur um aukastörf lögreglumanna. 30.4.2025 18:10