„Smassa kjötið“ niður á pönnu á nýjum hamborgarastað við Ægissíðu Nýr hamborgarastaður, Smass, hefur verið opnaður við Ægissíðu. Hamborgarastaðurinn er rekinn samhliða mexíkóska veitingastaðnum Chido sem fyrir var í húsnæði veitingastaðarins við Ægissíðu 123. Rekstraraðilar staðarins fengu til liðs við sig reynslumikinn sérfræðing um hamborgara til að þróa uppskriftina en um um helgina verður prufuopnun staðarins. 12.12.2020 12:17
Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. 12.12.2020 11:15
Fimm greindust með covid-19 innanlands í gær Fimm greindust með covid-19 innanlands í gær. Þar af voru þrír í sóttkví en tveir utan sóttkvíar. Í uppfærðum tölum á covid.is kemur fram að nú séu alls 292 í sóttkví og 178 í einangrun. Fjölgar þannig um nokkra sem eru í sóttkví milli daga en þeim fækkar um tíu sem eru í einangrun. Rúmlega 1.200 sýni voru tekin í gær. 12.12.2020 10:56
Bóluefni Pfizer og BioNTech fær neyðarleyfi í Bandaríkjunum Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna hefur samþykkt neyðarleyfi fyrir bóluefni Pfizer og BioNTech gegn covid-19. Stofnunin segir leyfið marka stórt skref í baráttunni við heimsfaraldurinn sem hefur kostað um 295 þúsund mannslíf í Bandaríkjunum. 12.12.2020 09:47
Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút. 9.12.2020 23:09
Fimm mánaða fangelsi fyrir að sviðsetja hótanir og hatursorðræðu gegn sjálfri sér Kona á fertugsaldri í Osló hefur verið dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir að falsa hatursorðræðu og sviðsetja hótanir gegn sjálfri sér. Konan er meðal annars dæmd fyrir að hafa krotað rasísk skilaboð á glugga íbúðarinnar þar sem hún býr og fyrir að kveikja eld fyrir utan heimili sitt. 9.12.2020 22:53
Skattamál Hunters Biden til rannsóknar Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld. 9.12.2020 21:46
Gera ráð fyrir 320 milljarða hallarekstri ríkissjóðs Hallarekstur ríkissjóðs á næsta ári er áætlaður 10,4% af vergri landsframleiðslu að teknu tilliti til þeirra breytingatillagna sem meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerir grein fyrir í nefndaráliti við fjáraukalög sem dreift var á Alþingi í dag. 9.12.2020 21:17
Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. 9.12.2020 20:00
Vara við svikapóstum sem sendir hafa verið í nafni DHL og Póstsins Valitor varar við svikahröppum sem reynt hafa að blekkja korthafa til að staðfesta kort í Apple Pay-snjallsímalausninni eða gefa upp SMS-öryggiskóða. Þannig hafa „sviksamlegir tölvupóstar“ til að mynda verið sendir út í nafni þekktra fyrirtækja á borð við DHL og Póstinn að því er fram kemur í tilkynningu frá Valitor. 9.12.2020 19:04