Ríflega 130 milljóna gjaldþrot Lækjarbrekku Lýstar kröfur í þrotabú veitingastaðarins Lækjarbrekku nema hátt í 133 milljónum króna. Félagið Brekkan 101 ehf. var úrskurðað gjaldþrota í sumar en engar eignir fundust í búinu og lauk gjaldþrotaskiptum í lok nóvember að því er fram kemur í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í dag. 9.12.2020 18:26
Umferðaróhapp við Gróttu Útkall barst viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu nú á sjöunda tímanum vegna umferðaróhapps við Gróttu. 9.12.2020 18:25
„Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir engar athugasemdir við það að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi að leita réttar síns vegna sóttvarnaaðgerða. Það sé réttur hvers manns að láta á það reyna telji hann sig hafa verið beittan misrétti. Hann segir að það séu ekki aðeins íslensk sóttvarnaryfirvöld sem meti áhættuna af því að halda líkamsræktarstöðvum opnum meiri en af því að hafa sundlaugar opnar, það geri alþjóðlegar stofnanir líka og við það sé stuðst. 9.12.2020 18:03
Í losti eftir að aðgerðirnar voru kynntar í dag Íslensk kona sem rekur kaffihús í Kaupmannahöfn segist vera í losti eftir fréttir af hertum aðgerðum vegna kórónuveirunnar sem kynntar voru í dag. Hún kveðst þó vona að geta haldið rekstrinum áfram gangandi með því að bjóða upp á kaffi og kræsingar til að taka með. 7.12.2020 20:21
Fjölmiðlafrumvarp og breytingar á lögum um RÚV meðal frumvarpa sem dreift var á Alþingi í dag Nýtt frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla var birt á vef Alþingis í kvöld. Auk fjölda annarra frumvarpa sem dreift var á Alþingi í dag, hefur sömuleiðis verið birt frumvarp um breytingar á lögum um Ríkisútvarpið sem varða upplýsingarétt almennings um tiltekin atriði er varða starfsmenn Ríkisútvarpsins. 30.11.2020 23:25
„Hvílík hneisa að selja þessa náttúruperlu“ Læknirinn, útivistarmaðurinn og umhverfisverndarsinninn Tómas Guðbjartsson er lítt hrifinn af hátt í fimm hundruð milljóna króna sölunni á Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. Power Minerals Iceland, íslenskt félag í 100 prósent eigu þýska fyrirtækisins STEAG Beteilungsgesellschaft, greiddi 489 milljónir króna fyrir Hjörleifshöfða. 30.11.2020 21:46
Brotaþolar geti fylgst með máli sínu í stafrænni gátt Unnið er að uppsetningu rafrænnar gáttar þar sem þolendum kynferðisbrota verður gert kleift að fylgjast með framgangi mála sinna þannig að þeir geti fylgst með því hvar mál þeirra er statt í ferlinu. 30.11.2020 21:13
Arðsemin af breyttu kerfi um þjónustu við börn á pari við Kárahnjúkavirkjun og Keflavíkurflugvöll Víðtækar breytingar verða gerðar á þjónustu við barnafjölskyldur sem þurfa á stuðningi að halda samkvæmt nýju frumvarpi félags- og barnamálaráðherra. Arðseminni er líkt við stóra innviðafjárfestingu á borð við Kárahnjúkavirkjun. 30.11.2020 20:11
Fullt tungl og leiðindaveður í kortunum Gul veðurviðvörun er í gildi víðast hvar um land í kvöld að suðausturströndinni undanskilinni. Búist er við vaxandi suðaustanátt með kvöldinu og hvessir enn í nótt. Þá má búast við snjókomu og slyddu þótt þurrt verði að mestu fyrir norðan fram á miðnætti en tekur að rigna í nótt, fyrst suðvestan til. 30.11.2020 19:44
Yfirdeild MDE kveður upp dóm í Landsréttarmálinu á morgun Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu mun á morgun kveða upp dóm sinn í Landsréttarmálinu svokallaða, tíu mánuðum eftir að málflutningur fór fram í Strassbourg. 30.11.2020 19:16