Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Metfjöldi tilfella á heimsvísu og skortur á súrefni á Indlandi

Hátt í 315 þúsund greindust með covid-19 á Indlandi síðasta sólarhringinn, sem er metfjöldi á einum degi, ekki aðeins á Indlandi heldur í heiminum öllum. Þá létust 2.104 úr covid-19 á Indlandi í gær sem er einnig met í fjölda dauðsfalla á einum degi í landinu.

Barði fórnarlamb sitt í lærið með kylfu

Tilkynnt var um líkamsárás á Granda um klukkan átta í gærkvöldi þar sem árásarmaður hafði lamið fórnarlamb sitt með kylfu í lærið og flúið af vettvangi. Árásarþoli gat ekki stigið í fótinn og var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabíl að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Árásarmaðurinn fannst um þremur tímum síðar og var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt

Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum.

Óbólusett í áhættuhóp en neyðist til að mæta í próf: „Eins og maður sé einn í liði á móti heiminum“

Helga Margrét Agnarsdóttir, laganemi á þriðja ári við Háskóla Íslands, segir mikið stress og óánægju ríkja meðal laganema vegna komandi lokaprófa sem að óbreyttu stendur til að fari fram í háskólanum. Sjálf er Helga Margrét í áhættuhópi og hefur síðastliðið ár ekki hitt marga úr fjölskyldu sinni og nánustu vini. Hún kvíðir því að þurfa að mæta í skólann til að taka próf og kallar eftir því að deildin taki ákvörðun um að bjóða upp á heimapróf í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu sökum kórónuveirufaraldursins.

Undir fölsku flaggi í nafni DHL og svíkja út fé í gegnum SMS

Flutningsfyrirtækið DHL á Íslandi varar við smáskilaboðum sem send hafa verið út í nafni fyrirtækisins þar sem óprúttnir aðilar fara undir fölsku flaggi í nafni DHL og reyna að svíkja út fé. Fyrirtækið ítrekar að fyrirtækið biður viðskiptavini aldrei um kortaupplýsingar líkt og gert er á vefslóðinni sem fylgir umræddum svikaskilaboðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá DHL.

Foreldrar um hópsmitið á Jörfa: „Ég held að margir séu reiðir en við höfum öll gert mistök“

Móðir fimm ára drengs á leikskólanum Jörfa sem greindist með covid-19 um helgina tekur ástandinu af æðruleysi og er þakklát að sonur hennar sé ekki mikið veikur. Hún segir nokkra reiði ríkja meðal foreldra eftir að í ljós kom að smit sem upp kom á leikskólanum megi rekja til brots á reglum um sóttkví en allir geti lent í því að gera mistök og allir geri sitt besta.

Sjá meira