Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hagfræðingur um húsnæðismarkaðinn: „Við viljum ekki lenda í svipaðri stöðu og við vorum í fyrir tíu árum“

Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði telur að skortur á íbúðarhúsnæði hér á landi hafi oft á tíðum verið stórlega ofmetinn. Hann segir stærstu tækifærin hvað varðar aðkomu hins opinbera að úrbótum á húsnæðismarkaði felast í breyttu fyrirkomulagi húsnæðisstuðnings og sveigjanlegra regluverki. Umræðan um húsnæðismarkaðinn sé stundum á villigötum.

„Ég er afgönsk í hjartanu mínu og ég er líka íslensk“

Zahra Mesbah Sayed Ali, 26 ára afgönsk kona sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í gær, segir það vera skrítna en góða tilfinningu að vera í fyrsta sinn á ævinni með ríkisfang. Hún hefur búið á Íslandi í sex ár og segist afar sjaldan hafa mætt fordómum hér á landi.

Harmar að vera bendluð við „kannabis-kapítalisma“

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segir mikilvægi þingsályktunartillögu um notkun og ræktun kannibis í lækningaskyni vera ótvíræða, þrátt fyrir fjölda neikvæðra umsagna. Hún segir margar umsagnanna ekki vera á faglegum forsendum og harmar að vera bendluð við "kannabis-kapítalisma.“

„Ríkið verður að leggja sitt lóð á vogarskálarnar“

Húsnæðisvandinn verður ekki leystur með byggingu dýrra íbúða að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. Hún segir langsótt að halda því fram að offramboð verði af nýjum íbúðum sem byggð séu af óhagnaðardrifnum félögum. Hún fagnar stofnun opinbers leigufélags á landsbyggðinni en segir vaxtaákvörðun Seðlabankans vonbrigði.

Segja löngu tímabært að gera sögu hinsegin fólks betri skil

Þótt fátt bendi til annars en að hommar, lesbíur, trans og annað hinseginfólk hafi búið á Íslandi allt frá landnámi er lítið er vitað um sögu hinsegin fólks á Íslandi fyrir árið 1950. Í tilefni af stórafmæli samtakanna 78' á næsta ári hefur regnbogaþráðurinn, vegvísir um sögu hinsegin fólks, verið fléttaður saman við grunnsýningu Þjóðminjasafnsins.

Umhugsunarefni hve mikið nýjar íbúðir hafa hækkað í verði

Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað hraðar en kaupverð samkvæmt nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs. Þá voru um 94 prósent af nýjum íbúðalánum í október óvertryggð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir umhugsunarefni hversu mikið fermetraverð nýrra íbúða hefur hækkað undanfarin misseri.

Embættismenn skili hagsmunaskráningu í Reykjavík

Ólíkar reglur gilda milli ríkis og sveitarfélaga um hagsmunaskráningu og móttöku gjafa kjörinna fulltrúa og embættismanna. Hagsmunaskráningarkerfi hins opinbera er til endurskoðunar og til greina kemur að setja ný lög um hagsmunaskráningu æðstu handhafa framkvæmdarvalds.

Konur helmingur þingmanna í aðeins þremur ríkjum heims

Konur skipa helming þingsæta eða meira í aðeins þremur ríkjum heims. Rúanda er eitt þeirra en forseti neðri deildar þingsins þar í landi segir gott regluverk og þátttöku karla í jafnréttisbaráttunni gegna lykilhlutverki.

Sjá meira