Segir óhjákvæmilegt að samþjöppun verði hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2019 20:30 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Nær öruggt er að aukin samþjöppun verði í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja næstu misseri að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Ný skýrsla um stöðu ferðaþjónustunnar bendir til þess að ferðamönnum sem koma til Íslands muni fækka í ár, í fyrsta sinn síðan 2011. Greining Íslandsbanka kynnti í dag skýrslu um stöðu íslenskrar ferðaþjónustu, helstu áskoranir og rekstrarumhverfi fyrirtækja í greininni. Flugframboð er einn þeirra þátta sem hefur áhrif á fækkun ferðamanna en meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að framboð flugsæta dragist saman um 28% með gjaldþroti WOW air. Icelandair auki þó framboð sitt um 14% og önnur erlend flugfélög um 5%. „Afkoman verður verri á þessu ári heldur en á því síðasta og það bætist mjög mikið ofan á og við teljum að það verði töluvert mikið fall á gjaldeyristekjum á þessu ári,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar. Þá er það meðal niðurstaðna skýrslunnar að tæplega helmingur fyrirtækja í greininni skili tapi. Þá muni hótelherbergjum á höfuðborgarsvæðinu fjölga um 8% á árinu á sama tíma og ferðamönnum fækkar. Aðspurður kveðst Jóhannes Þór ekki líta svo á að farið hafi verið of geyst í hóteluppbyggingu. Þörfin hafi verið til staðar. „Það verður flókin framtíð svona næstu kannski 12 til 18 mánuði. Það verður hagræðingarfasi og kannski meiri samþjöppun heldur en við áttum von á og það er ekki sársaukalaust,“ segir Jóhannes. „Það er alveg óhjákvæmilegt,“ bætir hann við, spurður hvort það stefni í aukinn samruna fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira
Nær öruggt er að aukin samþjöppun verði í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja næstu misseri að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Ný skýrsla um stöðu ferðaþjónustunnar bendir til þess að ferðamönnum sem koma til Íslands muni fækka í ár, í fyrsta sinn síðan 2011. Greining Íslandsbanka kynnti í dag skýrslu um stöðu íslenskrar ferðaþjónustu, helstu áskoranir og rekstrarumhverfi fyrirtækja í greininni. Flugframboð er einn þeirra þátta sem hefur áhrif á fækkun ferðamanna en meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að framboð flugsæta dragist saman um 28% með gjaldþroti WOW air. Icelandair auki þó framboð sitt um 14% og önnur erlend flugfélög um 5%. „Afkoman verður verri á þessu ári heldur en á því síðasta og það bætist mjög mikið ofan á og við teljum að það verði töluvert mikið fall á gjaldeyristekjum á þessu ári,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar. Þá er það meðal niðurstaðna skýrslunnar að tæplega helmingur fyrirtækja í greininni skili tapi. Þá muni hótelherbergjum á höfuðborgarsvæðinu fjölga um 8% á árinu á sama tíma og ferðamönnum fækkar. Aðspurður kveðst Jóhannes Þór ekki líta svo á að farið hafi verið of geyst í hóteluppbyggingu. Þörfin hafi verið til staðar. „Það verður flókin framtíð svona næstu kannski 12 til 18 mánuði. Það verður hagræðingarfasi og kannski meiri samþjöppun heldur en við áttum von á og það er ekki sársaukalaust,“ segir Jóhannes. „Það er alveg óhjákvæmilegt,“ bætir hann við, spurður hvort það stefni í aukinn samruna fyrirtækja í ferðaþjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira