Gosið það stærsta til þessa síðan jarðhræringar hófust Eldgosið sem nú stendur yfir á Reykjanesi er það stærsta á Sunhnúksgígaröðinni frá því að jarðhræringar hófust á svæðinu í fyrrahaust. Landris mælist enn í Svartsengi og áfram gýs á svæðinu norðaustan við Stóra-Skógfell. Gasdreifingarspá gerir ráð fyrir að mengun frá eldgosinu auk gróðurelda verði meðal annars í Svartsengi, Reykjanesbæ og í Vogum. 26.8.2024 15:38
„Þetta er visst ógnarumhverfi“ Árni Tryggvason, hönnuður og ljósmyndari, hætti fyrir nokkrum árum störfum við leiðsögumennsku þar sem honum ofbauð sú hegðun sem hafi tíðkast innan ferðaþjónustunnar. Hann starfaði áður sem jöklaleiðsögumaður og tjáði sig um öryggismál í jöklaferðum en mátti í kjölfarið sæta hótunum. Frá þessu greinir Árni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag, í tilefni af alvarlegu slysi á Breiðamerkurjökli í gær. 26.8.2024 15:24
Leitin á Breiðamerkurjökli í myndum Tugir björgunarsveitamanna, lögregla og aðrir viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli frá því síðdegis í gær þegar ís hrundi úr jöklinum yfir ferðamenn sem þar voru í íshellaferð. 26.8.2024 13:36
Saurgerlar fundust í neysluvatni Saurgerlar og E.coli bakteríur hafa fundist í neysluvatni við reglubundið eftirlit á Borgafirði eystra. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu HEF veitna þar sem segir að nauðsynlegt sé að sjóða vatn áður en þess er neytt. 26.8.2024 12:23
Aðgerðir gangi vel miðað við aðstæður: Sérsveit og sextíu björgunarsveitarmenn við leit Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar taka þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveggja ferðamanna er enn leitað. Fulltrúar frá sérsveit ríkislögreglustjóra taka einnig þátt í aðgerðum á vettvangi. Jóhann Hilmar Haraldsson vettvangsstjóri sem stýrir aðgerðum segir að leit hafi gengið jafnt og þétt frá því leit hófst aftur í morgun og gangi ágætlega miðað við aðstæður. 26.8.2024 11:41
Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11.8.2024 20:17
Stríðið í Úkraínu og tekist á um gjaldfrjáls námsgögn Úkraínuforseti vill ná fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi með sóknaraðgerðum úkraínuhers innan landamæra Rússlands. Aðgerðirnar ná nú tugi kílómetra inn fyrir landamæri Rússlands. Farið verður yfir stöðuna í stríði ríkjanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við sérfræðing í öryggis- og varnarmálum í beinni útsendingu. 11.8.2024 18:15
Hælisleitendur óttast um líf sitt og hundur veikur eftir súkkulaði Hælisleitendur óttast líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríki í Venesúela eftir endurkjör forsetans þar þegar hælisleitendum þaðan er vísað úr landi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt verður við fólk sem bíður brottvísunar. 10.8.2024 18:10
Rússar lýsa yfir neyðarástandi Rússar hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gagnárásar Úkraínumanna innan landamæra Rússlands sem hófst fyrr í vikunni. Mikil leynd virðist hvíla yfir aðgerðum Úkraínumanna að sögn íslensks blaðamanns í Úkraínu. Árásin hafi komið Rússum í opna skjöldu. 9.8.2024 23:18
Mælir með að muna eftir sólarvörn og gleðinni í göngunni Yfir fjörutíu atriði taka þátt í gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur á morgun. Götur umhverfis gönguleiðina verða lokaðar fyrir bílaumferð frá átta í fyrramálið til sex annað kvöld. Göngustýra hvetur alla sem vilja til að gera sér ferð í bæinn og taka þátt í gleðinni. 9.8.2024 14:33