Misst fjögur börn úr vannæringu og komin á spítala með það fimmta Líklegt er að 1,1 milljón barna í Afganistan undir fimm ára aldri muni þjást af hættulegustu tegund vannæringar á þessu ári, að mati Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Um er að ræða tvöföldun frá árinu 2018 en fjöldinn stóð rétt undir milljón barna á seinasta ári. 25.5.2022 12:01
Bankahvelfingin leigð út í sögufrægu húsi Eitt helsta kennileiti Ísafjarðarbæjar hefur gengið í endurnýjun lífdaga og hýsir nú fjarvinnuaðstöðu með skrifstofum, fundarherbergjum og opnum vinnurýmum. Húsið sem stendur við Pólgötu 1 er frá árinu 1958 og hýsti áður útibú Landsbankans. 25.5.2022 11:02
BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25.5.2022 09:45
69 prósent sjúklinga á lífi fimm árum eftir aðgerð Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá einstaklingum með hjartabilun er góður hér á landi og á pari við sérhæfðari og stærri hjartaskurðdeildir í nágrannalöndum. 25.5.2022 09:29
Hlýr suðlægur loftmassi á leið yfir landið Í dag er spáð breytilegri átt þremur til átta metrum á sekúndu og rigningu eða skúrum í flestum landshlutum. Hiti fimm til tíu stig. 25.5.2022 08:26
Bein útsending: Play skýrir 1,4 milljarða tap Tap flugfélagsins Play nam 11,2 milljónum bandaríkjadala, eða rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem kynnt var í gær en Play mun gera nánar grein fyrir því á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 08:30. 25.5.2022 08:00
Óðinn snýr aftur í blaðamennskuna Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, hefur verið ráðinn blaðamaður hjá ferðamiðlinum Túrista. Óðinn kemur frá samskiptastofunni Aton.JL þar sem hann hefur starfað undanfarin ár sem ráðgjafi. 25.5.2022 07:24
Harðlínugrænir Píratar í viðræður með aukið umboð Píratar hyggjast leggja áherslu á loftslagsmál, lýðræði og gagnsæi í meirihlutaviðræðum sínum við Framsókn, Samfylkinguna og Viðreisn. 24.5.2022 14:42
Laun verkafólks og starfsfólks í veitinga- og gististarfsemi hækka mest Launavísitalan hækkaði um 1,6% milli mars og apríl samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar sem er óvenjuleg mikil hækkun milli mánaða. Skýrist það af stærstum hluta af hagvaxtarauka sem virkjaðist hjá launafólki þann 1. apríl. 24.5.2022 13:48
Dagur bað framkvæmdastjóra Grósku afsökunar Framsóknarflokkurinn í Reykjavík boðaði í morgun til blaðamannafundar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri til að tilkynna upphaf meirihlutaviðræðna flokksins við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. 24.5.2022 13:09