Geti staðið yfir í mánuði verði ekki skrúfað fyrir Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 11. júlí 2023 21:35 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Arnar Framleiðni eldgossins við Litla-Hrút hefur líklegast dregist saman um helming frá því að gosið hófst í gær, að sögn prófessors í eldfjallafræði. Gosopið hafi nú minnkað og kvikustrókarnir um leið hækkað til muna. Gosið geti varið í vikur og jafnvel mánuði. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir reykmökkinn í kringum gosið að mestu leyti stafa af brennandi gróðri í kring. „Það er einmitt mjög mikill sinubruni og mosabruni, búnir að brenna mjög mikið. Hérna til hliðar við okkur er mjög þéttur mökkur og ólíft hérna sumstaðar í kring. Og ég bið alla um að vera ekki að fara hérna nema að vel athuguðu máli. Fara ekki inn í þessa mekki.“ Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Vísir/Egill Það er kannski ekkert skynsamlegt að vera að hleypa ferðamönnum svona nálægt? „Nei, það þarf líka að passa að þetta er komið svo langt út úr. Það er langt að ganga og ef veðrin breytast eitthvað getur þetta orðið hættulegt fyrir sumt fólk.“ Þegar fréttamaður náði tali af Elvari Eyberg, björgunarsveitarmanni í Björgunarsveit Suðurnesja, var enn óheimilt að ganga að svæðinu. Hann sagði það fólk sem þrátt fyrir það lagði leið sína að gosstöðvunum hafa sennilega farið í skjóli nætur. Aðspurður sagði hann aðstæður á svæðinu ekki spennandi fyrir fólk eins og staðan væri í dag. Gos geti varið í mánuði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að í gær hafi verið um að ræða tiltölulega langa gossprungu sem náði næstum einum kílómetra með samfelldum kvikustrókum og samanstóð af mörgum minni sprungum. „Þá var framleiðnin svona um fjörutíu rúmmetrar á sekúndu. Það sem gerðist í dag er að það fór að draga úr virkninni á mörgum af þessum gígopum sem voru í gær og búið að draga saman á í raun og veru eitt gosop eða einn stað á gossprungunni,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er að byggjast núna upp gígur og þar eru kvikustrókar að koma upp úr þremur, fjórum gosopum og framleiðnin hefur sennilega minnkað um helming allavega á þessum tíma. En að sama skapi ef þú þrengir gosopið eða styttir það, þá þarftu að koma öllu þessu magni upp samt sem áður upp um styttra gosop og þar af leiðandi eru kvikustrókarnir að verða alltaf hærri og hærri og þeir eru komnir svona nokkuð stöðugir upp í fjörutíu til fimmtíu metra núna,“ segir Þorvaldur. Eldgosið við Litla-Hrút eru þriðju eldsumbrotin á jafn mörgum árum. Eldgosið við Fagradalsfjall sem hófst árið 2021 stóð yfir í um það bil hálft ár og gosið í Meradölum stóð í um átján daga í fyrra. Því er eðlilegt að fólk spyrji sig hversu langt gosið verður að þessu sinni. „Það er búið að opna leið fyrir kvikuna upp til yfirborðs og á meðan það er ekkert lokað aftur, það er ekki skrúfað fyrir leiðsluna, þá held ég að þetta haldi bara áfram að flæða. Þannig að þetta gæti orðið gos sem stendur yfir í tvær, þrjár vikur eða jafnvel mánuði,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir reykmökkinn í kringum gosið að mestu leyti stafa af brennandi gróðri í kring. „Það er einmitt mjög mikill sinubruni og mosabruni, búnir að brenna mjög mikið. Hérna til hliðar við okkur er mjög þéttur mökkur og ólíft hérna sumstaðar í kring. Og ég bið alla um að vera ekki að fara hérna nema að vel athuguðu máli. Fara ekki inn í þessa mekki.“ Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Vísir/Egill Það er kannski ekkert skynsamlegt að vera að hleypa ferðamönnum svona nálægt? „Nei, það þarf líka að passa að þetta er komið svo langt út úr. Það er langt að ganga og ef veðrin breytast eitthvað getur þetta orðið hættulegt fyrir sumt fólk.“ Þegar fréttamaður náði tali af Elvari Eyberg, björgunarsveitarmanni í Björgunarsveit Suðurnesja, var enn óheimilt að ganga að svæðinu. Hann sagði það fólk sem þrátt fyrir það lagði leið sína að gosstöðvunum hafa sennilega farið í skjóli nætur. Aðspurður sagði hann aðstæður á svæðinu ekki spennandi fyrir fólk eins og staðan væri í dag. Gos geti varið í mánuði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að í gær hafi verið um að ræða tiltölulega langa gossprungu sem náði næstum einum kílómetra með samfelldum kvikustrókum og samanstóð af mörgum minni sprungum. „Þá var framleiðnin svona um fjörutíu rúmmetrar á sekúndu. Það sem gerðist í dag er að það fór að draga úr virkninni á mörgum af þessum gígopum sem voru í gær og búið að draga saman á í raun og veru eitt gosop eða einn stað á gossprungunni,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er að byggjast núna upp gígur og þar eru kvikustrókar að koma upp úr þremur, fjórum gosopum og framleiðnin hefur sennilega minnkað um helming allavega á þessum tíma. En að sama skapi ef þú þrengir gosopið eða styttir það, þá þarftu að koma öllu þessu magni upp samt sem áður upp um styttra gosop og þar af leiðandi eru kvikustrókarnir að verða alltaf hærri og hærri og þeir eru komnir svona nokkuð stöðugir upp í fjörutíu til fimmtíu metra núna,“ segir Þorvaldur. Eldgosið við Litla-Hrút eru þriðju eldsumbrotin á jafn mörgum árum. Eldgosið við Fagradalsfjall sem hófst árið 2021 stóð yfir í um það bil hálft ár og gosið í Meradölum stóð í um átján daga í fyrra. Því er eðlilegt að fólk spyrji sig hversu langt gosið verður að þessu sinni. „Það er búið að opna leið fyrir kvikuna upp til yfirborðs og á meðan það er ekkert lokað aftur, það er ekki skrúfað fyrir leiðsluna, þá held ég að þetta haldi bara áfram að flæða. Þannig að þetta gæti orðið gos sem stendur yfir í tvær, þrjár vikur eða jafnvel mánuði,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira