Geti staðið yfir í mánuði verði ekki skrúfað fyrir Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 11. júlí 2023 21:35 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Arnar Framleiðni eldgossins við Litla-Hrút hefur líklegast dregist saman um helming frá því að gosið hófst í gær, að sögn prófessors í eldfjallafræði. Gosopið hafi nú minnkað og kvikustrókarnir um leið hækkað til muna. Gosið geti varið í vikur og jafnvel mánuði. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir reykmökkinn í kringum gosið að mestu leyti stafa af brennandi gróðri í kring. „Það er einmitt mjög mikill sinubruni og mosabruni, búnir að brenna mjög mikið. Hérna til hliðar við okkur er mjög þéttur mökkur og ólíft hérna sumstaðar í kring. Og ég bið alla um að vera ekki að fara hérna nema að vel athuguðu máli. Fara ekki inn í þessa mekki.“ Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Vísir/Egill Það er kannski ekkert skynsamlegt að vera að hleypa ferðamönnum svona nálægt? „Nei, það þarf líka að passa að þetta er komið svo langt út úr. Það er langt að ganga og ef veðrin breytast eitthvað getur þetta orðið hættulegt fyrir sumt fólk.“ Þegar fréttamaður náði tali af Elvari Eyberg, björgunarsveitarmanni í Björgunarsveit Suðurnesja, var enn óheimilt að ganga að svæðinu. Hann sagði það fólk sem þrátt fyrir það lagði leið sína að gosstöðvunum hafa sennilega farið í skjóli nætur. Aðspurður sagði hann aðstæður á svæðinu ekki spennandi fyrir fólk eins og staðan væri í dag. Gos geti varið í mánuði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að í gær hafi verið um að ræða tiltölulega langa gossprungu sem náði næstum einum kílómetra með samfelldum kvikustrókum og samanstóð af mörgum minni sprungum. „Þá var framleiðnin svona um fjörutíu rúmmetrar á sekúndu. Það sem gerðist í dag er að það fór að draga úr virkninni á mörgum af þessum gígopum sem voru í gær og búið að draga saman á í raun og veru eitt gosop eða einn stað á gossprungunni,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er að byggjast núna upp gígur og þar eru kvikustrókar að koma upp úr þremur, fjórum gosopum og framleiðnin hefur sennilega minnkað um helming allavega á þessum tíma. En að sama skapi ef þú þrengir gosopið eða styttir það, þá þarftu að koma öllu þessu magni upp samt sem áður upp um styttra gosop og þar af leiðandi eru kvikustrókarnir að verða alltaf hærri og hærri og þeir eru komnir svona nokkuð stöðugir upp í fjörutíu til fimmtíu metra núna,“ segir Þorvaldur. Eldgosið við Litla-Hrút eru þriðju eldsumbrotin á jafn mörgum árum. Eldgosið við Fagradalsfjall sem hófst árið 2021 stóð yfir í um það bil hálft ár og gosið í Meradölum stóð í um átján daga í fyrra. Því er eðlilegt að fólk spyrji sig hversu langt gosið verður að þessu sinni. „Það er búið að opna leið fyrir kvikuna upp til yfirborðs og á meðan það er ekkert lokað aftur, það er ekki skrúfað fyrir leiðsluna, þá held ég að þetta haldi bara áfram að flæða. Þannig að þetta gæti orðið gos sem stendur yfir í tvær, þrjár vikur eða jafnvel mánuði,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir reykmökkinn í kringum gosið að mestu leyti stafa af brennandi gróðri í kring. „Það er einmitt mjög mikill sinubruni og mosabruni, búnir að brenna mjög mikið. Hérna til hliðar við okkur er mjög þéttur mökkur og ólíft hérna sumstaðar í kring. Og ég bið alla um að vera ekki að fara hérna nema að vel athuguðu máli. Fara ekki inn í þessa mekki.“ Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Vísir/Egill Það er kannski ekkert skynsamlegt að vera að hleypa ferðamönnum svona nálægt? „Nei, það þarf líka að passa að þetta er komið svo langt út úr. Það er langt að ganga og ef veðrin breytast eitthvað getur þetta orðið hættulegt fyrir sumt fólk.“ Þegar fréttamaður náði tali af Elvari Eyberg, björgunarsveitarmanni í Björgunarsveit Suðurnesja, var enn óheimilt að ganga að svæðinu. Hann sagði það fólk sem þrátt fyrir það lagði leið sína að gosstöðvunum hafa sennilega farið í skjóli nætur. Aðspurður sagði hann aðstæður á svæðinu ekki spennandi fyrir fólk eins og staðan væri í dag. Gos geti varið í mánuði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að í gær hafi verið um að ræða tiltölulega langa gossprungu sem náði næstum einum kílómetra með samfelldum kvikustrókum og samanstóð af mörgum minni sprungum. „Þá var framleiðnin svona um fjörutíu rúmmetrar á sekúndu. Það sem gerðist í dag er að það fór að draga úr virkninni á mörgum af þessum gígopum sem voru í gær og búið að draga saman á í raun og veru eitt gosop eða einn stað á gossprungunni,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er að byggjast núna upp gígur og þar eru kvikustrókar að koma upp úr þremur, fjórum gosopum og framleiðnin hefur sennilega minnkað um helming allavega á þessum tíma. En að sama skapi ef þú þrengir gosopið eða styttir það, þá þarftu að koma öllu þessu magni upp samt sem áður upp um styttra gosop og þar af leiðandi eru kvikustrókarnir að verða alltaf hærri og hærri og þeir eru komnir svona nokkuð stöðugir upp í fjörutíu til fimmtíu metra núna,“ segir Þorvaldur. Eldgosið við Litla-Hrút eru þriðju eldsumbrotin á jafn mörgum árum. Eldgosið við Fagradalsfjall sem hófst árið 2021 stóð yfir í um það bil hálft ár og gosið í Meradölum stóð í um átján daga í fyrra. Því er eðlilegt að fólk spyrji sig hversu langt gosið verður að þessu sinni. „Það er búið að opna leið fyrir kvikuna upp til yfirborðs og á meðan það er ekkert lokað aftur, það er ekki skrúfað fyrir leiðsluna, þá held ég að þetta haldi bara áfram að flæða. Þannig að þetta gæti orðið gos sem stendur yfir í tvær, þrjár vikur eða jafnvel mánuði,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent