Yfirgáfu Grindavík í snarhasti: „Ömurlegt ástand að horfa upp á þetta“ Eiríkur Óli Dagbjartsson og Sólveig Ólafsdóttir voru stödd á heimili sínu í Grindavík þegar eldgos hófst í kvöld. Þau eru nú í Hveragerði en þetta er í annað sinn sem þau þurfa að flýja heimili sitt þegar eldsumbrot hefjast. 22.8.2024 23:26
Vaktin: Eldgos hafið Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 fimmtudaginn 22. ágúst eftir að öflug jarðskjálftahrina byrjaði klukkan 20:48. Stuttu eftir að fyrstu merki sáust um kvikuhlaup eða eldgos hófst rýming í Grindavík, Svartsengi og við Bláa lónið. Rýmingu var lokið um 40 mínútum síðar. 22.8.2024 21:13
Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís. 22.8.2024 17:09
Rólegri eftir fregnir af syninum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist rólegri um sinn eftir að hafa fengið fregnir af afdrifum sonar síns. Alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir Þóri Kolka Ásgeirssyni eftir að fjölskyldan leitaði til lögreglu en þá hafði hún ekki heyrt frá honum í nokkrun tíma. 22.8.2024 15:45
Vara við hættu á skriðuföllum Aukin hætta er á skriðuföllum á Norðurlandi, Ströndum og norðanverðum Vestfjörðum fram á laugardag. Spáð er mikilli uppsafnaðri úrkomu á norðanverðu landinu dagana 22. til 24. ágúst. 22.8.2024 14:36
Enn bætast gular viðvaranir og þær nú orðnar fimm Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðurland, Breiðafjörð, Vestfirði og Suðausturland. Viðvörun vegna úrhellisrigningar á Norðurlandi eystra gildir frá klukkan 11 til 20 í dag og viðvörun vegna hvassviðris er í gildi fyrir Suðausturland fram til 18. 22.8.2024 10:26
Íbúðaverð hækkað um ellefu prósent Íbúðaverð hefur hækkað um ellefu prósent á milli júlímánaða 2023 og 2024. Vísitala íbúðaverðs fór upp um 0,75 prósent frá júní síðastliðnum og hækkuðu fjölbýlishús á landsbyggðinni mest. 21.8.2024 15:08
Skaftárhlaup í hægum vexti og íbúar varaðir við hættu Skaftárhlaup er í vexti en hefur ekki áhrif á helstu vegi á svæðinu að svo stöddu. Töluverð óvissa er um áframhald hlaupsins og mögulega stærð þess. 21.8.2024 12:35
Sesselía yfirgefur Vodafone Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Vodafone fjarskipta, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Hún hefur gegnt starfinu frá því í apríl 2022 og sat áður í stjórn móðurfélagsins Sýnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að Sesselía muni starfa áfram með Vodafone þar til eftirmaður verður ráðinn. 21.8.2024 12:02
Hörð peningastefna ekki komið heimilum í vandræði „Þó að stýrivextir hafi verið 9,25% núna í heilt ár þá sjáum við eiginlega mjög lítil merki um greiðsluvandræði á fasteignalánum, enda hafa töluvert miklar hækkanir átt sér stað á fasteignaverði sem hafa bætt eigin fé hjá heimilunum og síðan launahækkanir,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. 21.8.2024 11:04