Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Matthías frá Eimskip til Borgarplasts

Matthías Matthíasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Borgarplasts og tekur við af Guðbrandi Sigurðssyni. Á árunum 2009 til 2020 starfaði Matthías sem framkvæmdastjóri flutningasviðs hjá Eimskip.

Segir ásakanir ÁTVR vera rógburð og vill afsökunarbeiðni

Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisvefverslunarinnar Santewines, segir að allar ásakanir ÁTVR um skattsvik og undanskot séu rógburður. Hann fer fram á að kærurnar verði dregnar til baka og ÁTVR biðjist afsökunar í helstu fjölmiðlum.

Heildar­laun lækkuðu í sumum starfs­greinum

Grunnlaun hækkuðu að jafnaði um 6,6% milli áranna 2019 og 2020. Á sama tíma hækkuðu heildarlaun fullvinnandi um 5,3% og því ljóst að stytting vinnutíma hefur haft áhrif á þróunina.

Starfsmaður á Jómfrúnni greindist með smit

Starfsmaður Jómfrúarinnar greindist með kórónuveirusmit í gær og voru 24 starfsmenn veitingastaðsins sendir í skimun vegna smitsins. Þeir hafa allir verið bólusettir líkt og sá smitaði sem mætti síðast í vinnuna á mánudag. Einn starfsmaður hefur verið sendur í sóttkví.

Taka yfir annað stærsta eggjabú landsins

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Líflands ehf. á helmingshlut í Nesbúeggjum ehf. Eftir kaupin er fyrirtækið alfarið í eigu Líflands sem átti áður 50 prósent hlutafjár í eggjabúinu. 

Sjá meira