Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Breytingar á fram­kvæmda­stjórn Arion banka

Ólafur Hrafn Höskuldsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka og tekur við af Stefáni Péturssyni. Steinunn Hlíf Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina en um er að ræða nýtt svið hjá bankanum.

Magnús reyndist sann­spár og á­skriftin að Viaplay hækkar um 69 prósent

Viaplay hefur hækkað verðið á heildarpakka sínum úr 1.599 krónum í 2.699 krónur og nemur hækkunin 69 prósentum. Í tilkynningu Viaplay til viðskiptavina sinna kemur fram að aukið framboð á efni þýði að verð á áskrift komi til með að hækka. Viaplay býður einnig upp á ódýrari áskriftarleið sem inniheldur ekki íþróttaefni.

Göngumaðurinn fannst látinn

Göngumaður sem leitað var að á Seyðisfirði í dag fannst látinn í hlíðum Strandartinds á áttunda tímanum í kvöld. Um erlendan ferðamann er að ræða sem talið er að hafi fallið í klettum.

Slíta öll tengsl við þáttinn í kjölfar umdeildra ummæla

Domino‘s, Thule og Coca Cola hafa slitið samstarfi sínu við íþróttahlaðvarpið The Mike Show í kjölfar gagnrýni á orðræðu þáttastjórnenda. Varða athugasemdirnar meðal annars ummæli sem stjórnendur létu falla um mál KSÍ og ásakanir á hendur landsliðsmönnum. 

Eldur kviknaði í Hátúni

Eldur kviknaði í íbúðarhúsnæði í Hátúni í Reykjavík í kvöld. Gekk greiðlega að ná niðurlögum eldsins sem var bundinn við eitt herbergi. 

Sjá meira