Bíll valt á Reykjanesbraut Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbraut við Straumsvík í dag með þeim afleiðingum að bílinn valt. 1.9.2021 23:16
„Ég styð þolendur, alltaf allsstaðar“ Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að síðustu dagar hafi verið henni erfiðir. Enginn eigi að efast að hún standi ávallt við bakið á þolendum ofbeldis. 1.9.2021 21:37
Heitt vatn flæddi upp úr götum í Hafnarfirði Heitt vatn flæddi upp úr götum í Hafnarfirði þar sem leki hefur komið upp í heitavatnslögnum við Hlíðarberg, Vesturgötu og Öldugötu. Slökkviliðsmenn voru sendir á vettvang til að tryggja öryggi en ekki sést lengur vatn á yfirborði. 1.9.2021 18:33
Tap Sýnar tvöfaldaðist á öðrum ársfjórðungi Sýn tapaði 117 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 60 milljónir á sama tímabili í fyrra. Ef horft er til fyrri helmings 2021 dregst tap saman milli ára og fer úr 410 milljónum í 348 milljónir. 1.9.2021 17:52
Sífellt fleiri fórnarlömb landsliðsmanna leita til Þórhildar sem vill að Klara víki Mikið hefur gengið á í íslensku íþróttalífi á þeim fjórum dögum sem liðnir eru frá því að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi af hálfu landsliðsmanns. 1.9.2021 07:00
Krónan afnemur grímuskyldu Krónan mun afnema grímuskyldu í verslunum sínum á morgun, 1. september. Telja forsvarsmenn keðjunnar að viðskiptavinum og starfsfólki sé nú treystandi til að meta sjálft hvort þörf sé á grímu. 31.8.2021 19:49
Sjóðsstaða sterkari en áætlað var þrátt fyrir fjórðu bylgjuna Handbært fé frá rekstri flugfélagsins Play er meira en áætlanir gerðu ráð fyrir eftir fyrri árshelming. Þá er sjóðsstaða sterkari og eftirspurn eftir flugi sögð vaxandi. 31.8.2021 19:18
Landsbankinn ríður á vaðið og hækkar vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,20 prósentustig. Tæp vika er liðin frá stýrivaxtahækkun Seðlabankans og er Landsbankinn fyrstur stóru viðskiptabankanna til að tilkynna vaxtabreytingar í kjölfarið. 31.8.2021 17:42
Segir tilkynningu um hópnauðgun hafa komið inn á borð KSÍ KSÍ hefur til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Þetta kom fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í tíufréttum RÚV í kvöld þegar hún var spurð hvort mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur væri eina kynferðisafbrotamálið sem hún vissi af á borði sambandsins. 30.8.2021 23:36
Klara Bjartmarz ætlar að halda áfram Klara Bjartmarz hyggst halda áfram sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir að ný stjórn sambandsins tekur við. Stjórn KSÍ hefur tilkynnt að hún ætli að stíga til hliðar í kjölfar umfjöllunar um viðbrögð sambandsins við ásökunum um ofbeldi af hendi landsliðsmanna. 30.8.2021 22:27