Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22.10.2021 16:26
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta starfsmanna Mögulegt er að tölvuþrjótar sem gerðu árás á póstþjón Háskólans í Reykjavík (HR) í síðustu viku hafi komist yfir tölvupósta starfsmanna. 22.10.2021 14:50
SE gefur grænt ljós á kaup Nordic Visitor á Iceland Travel Samkeppniseftirlitið (SE) hefur samþykkt kaup ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor hf. á Iceland Travel ehf. Komst eftirlitið að þeirri niðurstöðu að ekki yrði til markaðsráðandi staða eða umtalsverð röskun á samkeppni með samrunanum og því væri ekki tilefni til íhlutunar. 22.10.2021 14:38
Samkeppniseftirlitið slær á putta SA vegna ummæla Halldórs Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllun um verðlagningu þar sem slíkt geti verið óheimilt samkvæmt samkeppnislögum. 22.10.2021 13:44
Evergrande tekist að greiða gjaldfallna vaxtagreiðslu Kínverska fasteignafélagið Evergrande Group greiddi í dag 83,5 milljóna Bandaríkjadala vaxtagreiðslu á erlendu skuldabréfi, að sögn kínversks ríkismiðils. 22.10.2021 11:44
Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. 22.10.2021 10:07
Reiknistofa lífeyrissjóða tekur yfir reksturinn eftir samningsbrot rekstraraðila Reiknistofa lífeyrissjóða (RL) hyggst taka yfir rekstur á hugbúnaðarkerfinu Jóakim. Kerfið, sem hefur verið rekið af fyrirtækinu Init, heldur utan um réttindi og iðgjöld sjóðfélaga hjá fjölda lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga. 21.10.2021 17:17
Forsýna The Reykavík Edition þann 9. nóvember Lúxushótelið The Reykjavík Edition verður opnað í sérstakri forsýningu þann 9. nóvember en hótelið tók við sínum fyrstu gestum nú fyrr í mánuðinum. 21.10.2021 16:41
Sprengdu fallbyssukúlu sem vegfarandi afhenti lögreglu Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar sprengdi upp fallbyssukúlu í Þorlákshöfn á öðrum tímanum í dag. Um var að ræða virka kúlu frá seinni heimstyrjöldinni. 21.10.2021 14:32
Útlit fyrir 3,2 til 3,3 milljarða króna hagnað Kviku Hagnaður Kviku banka var á bilinu 3,2 til 3,3 milljarðar króna fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi samkvæmt drögum að uppgjöri samstæðunnar. Samsvarar það 32,9 til 34 prósent árlegri arðsemi á efnislegt eigið fé. Uppgjörið er talsvert umfram áætlanir samstæðunnar fyrir tímabilið. 21.10.2021 11:58