Stakk af eftir að hafa ekið á hjólreiðamann Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um að ekið hafi verið á hjólreiðamann. Ökumaðurinn stakk af vettvangi en hjólreiðamaðurinn viðbeinsbrotnaði. Er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu. 20.4.2023 07:15
Hellinum verður haldið lokuðum næstu sex mánuði Umhverfisstofnun hefur ákveðið að halda nýfundna hellinum í Mývatnssveit lokuðum í sex mánuði til viðbótar. Útfellingar í hellinum eru einsdæmi á Íslandi og teljast afar sjaldgæfar í hraunhellum á heimsvísu. 19.4.2023 14:49
Vonsvikin með viðbrögð sveitunga eftir að hafa boðið fram jörð sína Sonja Líndal Þórisdóttir, bóndi á Lækjamóti í Húnaþingi vestra, segir sárt að sveitungar hennar hafi talið hana og eiginmann hennar vilja stofna lífsviðurværi þeirra í hættu með því að bjóðast til þess að skaffa urðunarstað fyrir riðuhræ frá bænum Syðri-Urriðaá. Hún segist hafa verið sökuð um að sáldra riðu um allan Víðidal. 19.4.2023 11:42
Spá því að verðbólgan lækki um 0,3 prósentustig Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan lækki úr 9,8 prósentum í 9,5 prósent í aprílmánuði. Spáin næstu mánuði gerir ráð fyrir því að verðbólga lækki og fari niður fyrir átta prósent í júlí. 19.4.2023 10:37
Katrín selur allt sitt í Hagvangi Katrín S. Óladóttir hefur selt allt sitt hlutafé í Hagvangi til þriggja lykilstarfsmanna fyrirtækisins. Samhliða sölunni mun hún hætta sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins og tekur Geirlaug Jóhannsdóttir við af henni. 19.4.2023 10:14
Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Árleg ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Norræna hússins í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála verður haldin í Veröld - húsi Vigdísar miðvikudaginn 19. apríl frá klukkan 10:00 – 17:00. Hægt verður að fylgjast með í beinu streymi hér fyrir neðan. 19.4.2023 09:30
Bein útsending: Vindorka - Valkostir og greining Skýrsla starfshóps um nýtingu á vindorku verður kynnt á Hótel Nordica í dag klukkan 10. Sýnt verður frá fundinum í beinu streymi hér fyrir neðan. 19.4.2023 09:30
Bílastæðahús á Manhattan hrundi Bílastæðahús hrundi á Manhattan í New York-borg í gær. Einn lést og fimm slösuðust er bílar á efstu hæð hússins hrundu niður. Ekki er talið að neinn sé enn grafinn í rústunum. 19.4.2023 08:28
Drukknaði eftir að hafa tekið blöndu af fíkniefnum Réttarmeinalæknir segir söngvarann og samfélagsmiðlastjörnuna Aaron Carter hafa drukknað í baðkari sínu vegna áhrifa af fíkniefnum sem hann hafði tekið fyrr um daginn. Í líkama hans fundust efni úr Xanax-töflum og efni úr loftúðahreinsiefni. 19.4.2023 07:46
Allt að fimmtán gráðu hiti fyrir norðaustan Í dag verður bjart að mestu um landið norðaustanvert. Á landinu öllu verður sunnan- og suðaustanátt, fimm til þrettán metrar á sekúndu. Hiti verður sjö til fimmtán stig, hlýjast norðaustanlands. 19.4.2023 07:28