Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nakinn leigu­sali ekki lög­mæt for­senda leigu­lækkunar

Að mati dómstóls í Þýskalandi er það ekki lögmæt forsenda til leigulækkunar að leigusalinn eigi það til að fara allsber í sólbað í garðinum. Fyrirtæki sem leigði hæð í húsi mannsins neitaði að borga leigu vegna athæfisins. 

Vísa fullyrðingum BSRB um mis­rétti á bug

Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug.

John Stamos lét reka Olsen-tvíburana því þær grétu svo mikið

Leikarinn John Stamos segist hafa látið reka Ashley og Mary-Kate Olsen úr þáttunum Full House þegar þær voru ellefu mánaða gamlar því þær hafi grátið svo mikið. Þær voru þó ráðnar aftur nokkrum dögum síðar þar sem staðgenglar þeirra grétu enn meira. 

Sigur­jón hættir og Inga Rut verður fram­kvæmda­stjóri Kringlunnar

Sigurjón Örn Þórsson mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri Kringlunnar þann 1. júní næstkomandi. Inga Rut Jónsdóttir mun taka við af honum en Sigurjón mun taka við sem framkvæmdastjóri nýs þróunarfélags sem mynda á um uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Kringlureitnum. 

Rússar svara Norð­mönnum í sömu mynt

Rússar hafa tilkynnt norska sendiráðinu í landinu að tíu manns úr starfsliði þeirra verði gert að yfirgefa landið á næstu dögum. Utanríkisráðuneyti Noregs segir ákvörðunina vera hefndaraðgerð eftir að Norðmenn létu fimmtán starfsmenn ráðuneytis Rússa í Noregi yfirgefa landið. 

Greiða atkvæði um verkföll í leik- og grunnskólum

Í dag hefst atkvæðagreiðsla ellefu aðildarfélaga BSRB um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Atkvæðagreiðslunni lýkur á laugardag og verða niðurstöður kynntar þá eftir hádegi. 

Svíar reka fimm rúss­neska diplómata úr landi

Svíar hafa ákveðið að reka fimm rússneska diplómata úr landi. Að sögn utanríkisráðherra landsins munu þeir hafa gerst uppvísir að hegðun sem samræmist ekki störfum þeirra í landinu. 

Sjá meira