Háalvarlegt en léttir á sama tíma Bjarki Sigurðsson skrifar 19. desember 2023 08:27 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Arnar Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir það ákveðinn létti hvar gossprungan á Reykjanesskaga liggur, þrátt fyrir að það sé alvarlegt hve nálægt bænum hún er. Til skoðunar er að reisa leiðigarða á svæðinu svo hraun renni ekki til byggðar. „Miðað við stöðuna, þá eru þetta ánægjuleg tíðindi en auðvitað er eldgos svo nærri byggð háalvarlegt. Við verðum að sjá hvernig framvindan verður, en eins og er þá er ekki kvika eða hraun að ógna byggð,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Grindvíkingar ýmsu vanir Bærinn var mannlaus þegar byrjaði að gjósa og telur Fannar að Grindvíkingar hafi tekið fréttum gærdagsins með stóískri ró. Bæjarbúar séu orðnir ýmsu vanir. „Það má alveg segja að þetta sé léttir miðað við það ástand sem ríkti á tímabili um að mögulega væri hætta á því að það kæmi upp kvika hreinlega undir bænum. Kvikugangur lá undir Grindavík og til sjávar. Miðað við það að það skuli blossa þarna, þá léttir þá á þessum þrýstingi sem hefur verið undir niðri, þá er þetta léttir,“ segir Fannar. Klippa: Drónamyndbönd sýna eldgosið í allri sinni dýrð Skoða að reisa leiðigarða Viðbragðsaðilar funduðu í alla nótt og halda því áfram í dag. Meðal þess sem rætt er er að reisa fleiri varnargarða eða leiðigarða. Í Svartsengi eru stórvirk tæki sem notuð voru til að reisa varnargarðana þar og því mögulega hægt að grípa til þeirra. „Það er nú verið að fylgjast með framvindunni þarna og velta því meðal annars fyrir sér hvort að sé ástæða til að horfa til einhverskonar varnargarða eða leiðigarða fyrir sunnan gossprunguna. Hraunið núna, það leitar í austur frá sprungunni og þá kannski frekar til norðurs og syðsti endinn næst Grindavík, hann er ekki kraftmikill,“ segir Fannar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Miðað við stöðuna, þá eru þetta ánægjuleg tíðindi en auðvitað er eldgos svo nærri byggð háalvarlegt. Við verðum að sjá hvernig framvindan verður, en eins og er þá er ekki kvika eða hraun að ógna byggð,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Grindvíkingar ýmsu vanir Bærinn var mannlaus þegar byrjaði að gjósa og telur Fannar að Grindvíkingar hafi tekið fréttum gærdagsins með stóískri ró. Bæjarbúar séu orðnir ýmsu vanir. „Það má alveg segja að þetta sé léttir miðað við það ástand sem ríkti á tímabili um að mögulega væri hætta á því að það kæmi upp kvika hreinlega undir bænum. Kvikugangur lá undir Grindavík og til sjávar. Miðað við það að það skuli blossa þarna, þá léttir þá á þessum þrýstingi sem hefur verið undir niðri, þá er þetta léttir,“ segir Fannar. Klippa: Drónamyndbönd sýna eldgosið í allri sinni dýrð Skoða að reisa leiðigarða Viðbragðsaðilar funduðu í alla nótt og halda því áfram í dag. Meðal þess sem rætt er er að reisa fleiri varnargarða eða leiðigarða. Í Svartsengi eru stórvirk tæki sem notuð voru til að reisa varnargarðana þar og því mögulega hægt að grípa til þeirra. „Það er nú verið að fylgjast með framvindunni þarna og velta því meðal annars fyrir sér hvort að sé ástæða til að horfa til einhverskonar varnargarða eða leiðigarða fyrir sunnan gossprunguna. Hraunið núna, það leitar í austur frá sprungunni og þá kannski frekar til norðurs og syðsti endinn næst Grindavík, hann er ekki kraftmikill,“ segir Fannar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira