Fallist á gæsluvarðhald yfir mönnunum Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem voru handteknir í tengslum við rannsókn á andláti konu í heimahúsi á Selfossi. Verða mennirnir í gæsluvarðhaldi til 5. maí næstkomandi. 29.4.2023 11:46
Myndaveisla: Backstreet Boys trylltu lýðinn í Laugardalnum Strákabandið Backstreet Boys hélt tónleika í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Fjöldi fólks var þar saman kominn og virtust allir vera að njóta í botn. 29.4.2023 10:58
Vopnahlé brotið í Súdan Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. 29.4.2023 10:00
Brjóstgóð stytta fer fyrir brjóstið á Ítölum Stytta af hafmeyju í héraðinu Puglia, sunnarlega á Ítalíu, hefur vakið mikla athygli og segja einhverjir hana vera of ögrandi. Styttan var gerð af listnemum í skóla í nágrenninu. 29.4.2023 08:15
Bjartviðri og næturfrost Búist er við norðlægri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu. Bjart verður víða um land en þykknar upp sunnanlands seinni partinn með stöku skúrum eða éli suðaustanlands. 29.4.2023 07:48
Brennandi lampaskermur féll á rúmið Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í 105 útköll með sjúkrabíla sína síðastliðinn sólarhring, þar af 23 í forgangi. Dælubílar fóru í sex útköll, þar á meðal vegna elds í mannlausu herbergi. 29.4.2023 07:40
Dyravörður réðst á gest á skemmtistað Klukkan tuttugu mínútur yfir eitt í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Dyravörður staðarins er grunaður um að hafa beitt gest ofbeldi. Ekki kemur fram hverjar aðgerðir lögreglu voru eða hvort slys voru á fólki. 29.4.2023 07:20
Fréttakviss vikunnar: Rihanna, Tucker Carlson og Fellabakarí Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi vikunnar sem er í boði á Vísi á laugardögum. 29.4.2023 07:00
Fátt um fína bíla á Íslandi Bílar sem myndu flokkast sem „ofurbílar“ á heimsvísu eru ekki margir hér á landi. Til eru tveir Ferrari-bílar á landinu, tveir Aston Martin og sex Maserati. Örfá önnur merki eiga fulltrúa nokkur eiga engan fulltrúa hér á landi. 29.4.2023 07:00
Katy Perry tapaði gegn Katie Perry Söngkonan Katy Perry tapaði í dag máli sem ástralski tískuhönnuðurinn Katie Taylor höfðaði gegn henni. Taylor selur föt sín undir merkinu „Katie Perry“ sem er fæðingarnafn hennar. Þarf söngkonan að greiða nöfnu sinni skaðabætur fyrir varning sem hún seldi í tengslum við tónleikaferðalag sitt árið 2014. 28.4.2023 16:48