„Við þurfum að vera duglegri að flokka, þá lækkar þetta aftur“ Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. janúar 2024 22:21 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarfélögin hafa reynt að halda aftur af sér hvað varðar verðhækkanir á þessu ári. Sveitarfélögin vilja taka meira þátt í samtalinu þegar kemur að launahækkunum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var fjallað um miklar verðhækkanir á landinu frá áramótum. Þar skoraði meðal annars framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á sveitarfélögin sérstaklega að endurskoða þeirra gjaldskrárhækkanir. Hér fyrir neðan má sjá hækkun á gjaldskrám hinna ýmsu sveitarfélaga. Boðaðar verðhækkanir. Borgarráð lækkaði hækkunaráform sín í desember frá 5,5 prósentum í 3,5 prósent. Nú vonar samninganefndir SA og ASÍ að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Vísir/Sara Þá var rætt við Heiðu Björg í beinni útsendingu en hún segist telja hækkanir sveitarfélaganna ekki svo miklar. „Þetta virðist vera hjá flestum í kringum 7 prósent sem er töluvert lægra en verðbólgan sem er þá í rauninni raunlækkun. En við höfum líka verið alveg skýr með það að komi til þess að það verði samtal um einhverja þjóðarsátt eða leiðir til þess að ná böndum á verðbólgunni, þá erum við alveg tilbúin til þess að skoða það með sveitarfélögunum að vina ofan af því. Þá höfum við sérstaklega nefnt þau gjöld sem tengjast börnum og barnafjölskyldum,“ segir Heiða. Viðtalið við Heiðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Það hefst þegar 2:23 eru búnar af klippunni. Klippa: Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð Hún kallar eftir sæti við borðið. „Til þess að við getum gert það þurfum við að taka meira þátt í samtalinu og vita meira hvaða launahækkanir er verið að fara fram á og hvað útgjöldin okkar muni hækka mikið,“ segir Heiða. Mikið hefur verið rætt um miklar hækkanir hjá bæði Sorpu og Strætó en gjöld þar hækka um ellefu og tólf prósent. Víða hafa orðið umtalsverðar verðhækkanir frá áramótum. Þvert ofaní væntingar SA og ASÍ.Vísir/Sara Heiða segir að henni finnist það afleitt að þurfa að hækka gjöldin hjá Strætó svo mikið og að hún væri til í að finna einhverja aðra leið. „En varðandi Sorpu þá eru það einfaldlega lög sem hafa verið sett með aukinni flokkun og aðeins meiri flækjustigi. Við þurfum að vera duglegri að flokka, þá lækkar þetta aftur,“ segir Heiða. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Sorpa Sorphirða Tengdar fréttir Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var fjallað um miklar verðhækkanir á landinu frá áramótum. Þar skoraði meðal annars framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á sveitarfélögin sérstaklega að endurskoða þeirra gjaldskrárhækkanir. Hér fyrir neðan má sjá hækkun á gjaldskrám hinna ýmsu sveitarfélaga. Boðaðar verðhækkanir. Borgarráð lækkaði hækkunaráform sín í desember frá 5,5 prósentum í 3,5 prósent. Nú vonar samninganefndir SA og ASÍ að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Vísir/Sara Þá var rætt við Heiðu Björg í beinni útsendingu en hún segist telja hækkanir sveitarfélaganna ekki svo miklar. „Þetta virðist vera hjá flestum í kringum 7 prósent sem er töluvert lægra en verðbólgan sem er þá í rauninni raunlækkun. En við höfum líka verið alveg skýr með það að komi til þess að það verði samtal um einhverja þjóðarsátt eða leiðir til þess að ná böndum á verðbólgunni, þá erum við alveg tilbúin til þess að skoða það með sveitarfélögunum að vina ofan af því. Þá höfum við sérstaklega nefnt þau gjöld sem tengjast börnum og barnafjölskyldum,“ segir Heiða. Viðtalið við Heiðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Það hefst þegar 2:23 eru búnar af klippunni. Klippa: Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð Hún kallar eftir sæti við borðið. „Til þess að við getum gert það þurfum við að taka meira þátt í samtalinu og vita meira hvaða launahækkanir er verið að fara fram á og hvað útgjöldin okkar muni hækka mikið,“ segir Heiða. Mikið hefur verið rætt um miklar hækkanir hjá bæði Sorpu og Strætó en gjöld þar hækka um ellefu og tólf prósent. Víða hafa orðið umtalsverðar verðhækkanir frá áramótum. Þvert ofaní væntingar SA og ASÍ.Vísir/Sara Heiða segir að henni finnist það afleitt að þurfa að hækka gjöldin hjá Strætó svo mikið og að hún væri til í að finna einhverja aðra leið. „En varðandi Sorpu þá eru það einfaldlega lög sem hafa verið sett með aukinni flokkun og aðeins meiri flækjustigi. Við þurfum að vera duglegri að flokka, þá lækkar þetta aftur,“ segir Heiða.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Sorpa Sorphirða Tengdar fréttir Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01