Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Allt að fimm­tán stiga hiti í dag

Í dag verður austlæg átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu. Úrkomulítið verður í dag en dálítil væta verður á sunnanverðu landinu síðdegis. Hiti verður á bilinu sex til fimmtán stig. Svalast verður í þokulofti við ströndina.

Tveir fluttir á slysa­deild eftir eld á Höfða­bakka

Eldur kviknaði í herbergi á Höfðabakka rétt eftir miðnætti í nótt vegna rafmagnshlaupahjóls sem var í hleðslu. Náðu allir að koma sér úr byggingunni en tveir voru fluttir á slysadeild til frekar skoðunar. 

Beit lög­reglu­mann í mið­bænum

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt vegna manns sem var ofurölvi. Hann varð æstur við komu lögreglu og sjúkraflutningamanna og beit einn lögreglumannanna. Hann var því vistaður í fangageymslu þar til hægt var að ræða við hann.

Fjórar hita­veitur metnar á­gengar

Líkur eru á langvarandi skorti á heitu vatni á köldustu dögum ársins vegna mikillar aukningar á eftirspurn eftir vatni. Orkulindir hitaveitna á höfuðborgarsvæðinu eru nánast fullnýttar. Það tekur mörg ár að kanna ný virkjanasvæði og byggja þau upp til nýtingar. 

„Al­mennt er mjög mikil á­nægja með þetta“

Veggspjöld um kynheilbrigði voru fjarlægð af veggjum grunnskóla í Kópavogi að beiðni foreldra ungra nemenda. Verkefnastýra hjá Reykjavíkurborg sér ekkert slæmt við það að yngri börn geti kynnt sér efnið á spjöldunum.

Stefnir ó­­­breytt í verk­­­fall hjá þúsund starfs­­­mönnum

Kjarasamningsviðræður BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) eru í algjörum hnút og fundur samninganefnda þeirra í dag bar engan árangur. Formaður BSRB segir lítinn samningsvilja hafa verið til staðar hjá sambandinu. SNS segir engin mál leyst með fyrirsögnum í fjölmiðlum. 

Lög­reglan lýsir eftir Sölva

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sölva Guðmundssyni. Sölvi er nítján ára, tæpir 190 sentimetrar að stærð, grannvaxinn með dökkt, hrokkið hár og brún augu. Hann er klæddur í svartar jogging buxur, ljósa hettupeysu og svartan primaloft jakka með hettu. Hann er í hvítum slitnum Nike skóm.

Skutu fjölda eld­flauga á Úkraínu í morgun

Rússar skutu fjölda eldflauga á úkraínskar borgir í morgun. Að minnsta kosti einn lést í Kherson-héraði en 34 eru slasaðir í Dnipropetrovsk. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ræddi við varnarmálaráðherra Úkraínu símleiðis í morgun.

Sjá meira