Bjarni skipað 23 vinkonur í sendiherrastöður miðað við höfðatölu Bjarki Sigurðsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 9. febrúar 2024 07:01 Úr Pallborðinu í gær. Frá vinstri: Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, og Nína Helgadóttir, teymisstjóri hjá Rauða krossinum. Vísir Heitar umræður sköpuðust um útlendingamál og stöðu fólks á Gasa, sem komið er með dvalarleyfi á Íslandi, í Pallborðinu á Vísi í gær. Samstaða náðist um fátt, fyrir utan að stytta þarf málsmeðferðartíma hjá hælisleitendum. Rætt var um álag á kerfið í heild sinni vegna fjölda hælisleitenda og flóttafólks. Nína Helgadóttir, teymisstjóri hjá Rauða krossinum, segir þennan hóp oft sagðan bera ábyrgð á álagi á kerfið, sem það geri ekki í raun. Til að mynda væri atvinnulífið að flytja fullt af erlendu vinnuafli hingað til lands. „Þessi hópur er að ósekju gerður að blóraböggli fyrir almenna álagið á kerfið. Teljum við að einhverju leyti. Móttaka flóttafólks skapar álag á afmarkaða hluta kerfisins eins og skólakerfin og slíkt. En það má líka setja það fram þannig að verklagið hérna við að taka á móti flóttafólki, það er kannski úr sér gengið,“ segir Nína. Hér fyrir neðan má sjá Pallborðið í heild sinni. Klippa: Pallborðið: Útlendingamálin í brennidepli Vilja bæði stytta málsmeðferðartímann Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, deildu hart en voru þó sammála um að það þyrfti að stytta málsmeðferðartíma hælisleitenda, þó af mismunandi ástæðum. „Arndís, sem er mjög áfram um að greiða leið þessa fólks inn til landsins almennt... Þá vill hún ekki að við einföldum kerfið, hún reynir að tala um að við séum alltaf að flækja það. Því einfaldleikinn í hennar huga er að hleypa þessu fólki inn. Þar erum við ekki sammála og við viljum reyna að færa málsmeðferðartímann, sérstaklega í þessum vafamálum sem eru fjölmörg, reyna að færa hann til miklu skemmri vegar svo þetta fólk fari út aftur,“ segir Jón. Vill ekki tala um hlutföll Jón nefndi ítrekað að Ísland tæki hlutfallslega á móti langflestum Palestínumönnum. Arndís gaf lítið fyrir þau rök. „Það er ofboðslega lítill fjöldi á bak við öll þessi hlutföll. Það var einhver brandari sem gekk á internetinu um það hversu margar vinkonur Bjarni Benediktsson hefði skipað í sendiherrastöður ef við færum miðað við höfðatölu. Mig minnir að það hafi verið 23 eða 28, sem sýnir fáránleikann í því að vera alltaf að tala um höfðatölu. Fólk kemur hingað því það telur sig geta fengið tækifæri. Breytingarnar sem er verið að gera á kerfinu snúast um það að fæla fólk frá,“ segir Arndís. Pallborðið Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Rætt var um álag á kerfið í heild sinni vegna fjölda hælisleitenda og flóttafólks. Nína Helgadóttir, teymisstjóri hjá Rauða krossinum, segir þennan hóp oft sagðan bera ábyrgð á álagi á kerfið, sem það geri ekki í raun. Til að mynda væri atvinnulífið að flytja fullt af erlendu vinnuafli hingað til lands. „Þessi hópur er að ósekju gerður að blóraböggli fyrir almenna álagið á kerfið. Teljum við að einhverju leyti. Móttaka flóttafólks skapar álag á afmarkaða hluta kerfisins eins og skólakerfin og slíkt. En það má líka setja það fram þannig að verklagið hérna við að taka á móti flóttafólki, það er kannski úr sér gengið,“ segir Nína. Hér fyrir neðan má sjá Pallborðið í heild sinni. Klippa: Pallborðið: Útlendingamálin í brennidepli Vilja bæði stytta málsmeðferðartímann Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, deildu hart en voru þó sammála um að það þyrfti að stytta málsmeðferðartíma hælisleitenda, þó af mismunandi ástæðum. „Arndís, sem er mjög áfram um að greiða leið þessa fólks inn til landsins almennt... Þá vill hún ekki að við einföldum kerfið, hún reynir að tala um að við séum alltaf að flækja það. Því einfaldleikinn í hennar huga er að hleypa þessu fólki inn. Þar erum við ekki sammála og við viljum reyna að færa málsmeðferðartímann, sérstaklega í þessum vafamálum sem eru fjölmörg, reyna að færa hann til miklu skemmri vegar svo þetta fólk fari út aftur,“ segir Jón. Vill ekki tala um hlutföll Jón nefndi ítrekað að Ísland tæki hlutfallslega á móti langflestum Palestínumönnum. Arndís gaf lítið fyrir þau rök. „Það er ofboðslega lítill fjöldi á bak við öll þessi hlutföll. Það var einhver brandari sem gekk á internetinu um það hversu margar vinkonur Bjarni Benediktsson hefði skipað í sendiherrastöður ef við færum miðað við höfðatölu. Mig minnir að það hafi verið 23 eða 28, sem sýnir fáránleikann í því að vera alltaf að tala um höfðatölu. Fólk kemur hingað því það telur sig geta fengið tækifæri. Breytingarnar sem er verið að gera á kerfinu snúast um það að fæla fólk frá,“ segir Arndís.
Pallborðið Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira