Má ekki lengur leggja á eigin lóð Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2024 21:01 Mæðgurnar Elísabet Ýr Sveinsdóttir og Anna Ringsted. Vísir/Sigurjón Nokkrir íbúar í miðbæ Reykjavíkur eru ósáttir við að fá ekki lengur að leggja í stæði á einkalóðum sínum. Borgin segir stæðin ólögleg. Þegar nágrannar kvarti svo yfir því að lagt sé í stæðin, sé ekkert annað í stöðunni en að sekta. Anna Ringsted hefur búið í húsi við Frakkastíg í fjörutíu ár og alltaf lagt í lítilli innkeyrslu sem tilheyrir hennar lóð, alltaf án vandkvæða þar til fyrir viku síðan. Þá fékk hún í fyrsta sinn sekt. „Ég hef alltaf lagt þarna og áður en ég kom var lagt þarna. Þannig það hefur alltaf verið lagt þarna. Áður fyrr var grindverk fyrir og þá var bíllinn settur inn og svo lokað fyrir. Þannig það hefur alltaf verið lagt þarna,“ segir Anna. Klippa: Má ekki lengur leggja fyrir utan heima hjá sér Ekki skilgreint sem bílastæði í deiliskipulagi Anna hafði strax samband við dóttur sína Elísabetu Ýri Sveinsdóttur sem kannaði málið. Mæðgurnar ákváðu að mótmæla sektinni en því var hafnað. Í svari bílastæðasjóðs kemur fram að ekki megi leggja bifreiðum á einkalóð nema í stæðum sem eru skilgreind sem slík í deiliskipulagi. Því stendur sektin. Lesa ekki Stjórnartíðindi dag hvern Að sögn Elísabetar og Önnu var þetta skrásett bílastæði í deiliskipulagi þar til árið 2008. Anna komst ekki að breytingunni fyrr en nú sextán árum síðar. „Stærri mál, ef Reykjavíkurborg fer í skipulagsbreytingar, þá er það bara auglýst í Stjórnartíðindum og ég ligg ekki yfir Stjórnartíðindum svona á degi hverjum,“ segir Elísabet. „Hvað þá ég,“ svarar Anna. Nágranni gæti hafa kvartað Og það virðist sem Anna sé ekki sú eina að lenda í þessu. Hún birti færslu um málið í Facebook-hópinn Íbúar í Miðborg og þó nokkrir kvörtuðu yfir því sama, að þau séu byrjuð að fá sektir fyrir að leggja í stæði á einkalóð. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir samgöngustjóri Reykjavíkurborgar að oft sé byrjað að sekta vegna svona brota þegar kvartanir koma frá nágrönnum eða öðrum vegfarendum. Ekki er nánar útskýrt hvers vegna Anna sé fyrst nú, fjörutíu árum eftir að hún flutti á Frakkastíg, byrjuð að fá sektir. Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Skipulag Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Anna Ringsted hefur búið í húsi við Frakkastíg í fjörutíu ár og alltaf lagt í lítilli innkeyrslu sem tilheyrir hennar lóð, alltaf án vandkvæða þar til fyrir viku síðan. Þá fékk hún í fyrsta sinn sekt. „Ég hef alltaf lagt þarna og áður en ég kom var lagt þarna. Þannig það hefur alltaf verið lagt þarna. Áður fyrr var grindverk fyrir og þá var bíllinn settur inn og svo lokað fyrir. Þannig það hefur alltaf verið lagt þarna,“ segir Anna. Klippa: Má ekki lengur leggja fyrir utan heima hjá sér Ekki skilgreint sem bílastæði í deiliskipulagi Anna hafði strax samband við dóttur sína Elísabetu Ýri Sveinsdóttur sem kannaði málið. Mæðgurnar ákváðu að mótmæla sektinni en því var hafnað. Í svari bílastæðasjóðs kemur fram að ekki megi leggja bifreiðum á einkalóð nema í stæðum sem eru skilgreind sem slík í deiliskipulagi. Því stendur sektin. Lesa ekki Stjórnartíðindi dag hvern Að sögn Elísabetar og Önnu var þetta skrásett bílastæði í deiliskipulagi þar til árið 2008. Anna komst ekki að breytingunni fyrr en nú sextán árum síðar. „Stærri mál, ef Reykjavíkurborg fer í skipulagsbreytingar, þá er það bara auglýst í Stjórnartíðindum og ég ligg ekki yfir Stjórnartíðindum svona á degi hverjum,“ segir Elísabet. „Hvað þá ég,“ svarar Anna. Nágranni gæti hafa kvartað Og það virðist sem Anna sé ekki sú eina að lenda í þessu. Hún birti færslu um málið í Facebook-hópinn Íbúar í Miðborg og þó nokkrir kvörtuðu yfir því sama, að þau séu byrjuð að fá sektir fyrir að leggja í stæði á einkalóð. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir samgöngustjóri Reykjavíkurborgar að oft sé byrjað að sekta vegna svona brota þegar kvartanir koma frá nágrönnum eða öðrum vegfarendum. Ekki er nánar útskýrt hvers vegna Anna sé fyrst nú, fjörutíu árum eftir að hún flutti á Frakkastíg, byrjuð að fá sektir.
Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Skipulag Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira