Ína Berglind vann Söngkeppni Samfés Ína Berglind Guðmundsdóttir úr félagsmiðstöðinni Nýjung á Egilsstöðum stóð uppi sem sigurvegari í Söngkeppni Samfés í gær. Söng hún frumsamda lagið Tilgangslausar setningar. 7.5.2023 08:30
Fréttakviss vikunnar: Ræðukeppni, kattarbúningur og afsögn verkalýðsforingja Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi vikunnar sem er í boði á Vísi á laugardögum. 7.5.2023 08:00
Skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn. 7.5.2023 07:45
Sextán ára ók á móti umferð í Breiðholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gær afskipti af ökumanni sem hafði ekið á móti umferð í Breiðholti. Reyndist hann vera sextán ára gamall og því ekki með bílpróf. Er málið unnið í samráði við foreldra og barnaverndaryfirvöld. 7.5.2023 07:31
Starfsmenn CCP fögnuðu tuttugu árum af EVE EVE Online fagnar 20 ára afmæli í dag en af því tilefni var boðað til veislu í höfuðstöðvum CCP í Grósku í Vatnsmýri í seinni partinn gær þar sem fyrrverandi og núverandi starfsmenn komu saman til að fagna þessum tímamótunum. 6.5.2023 15:06
Fór beint upp á flugvöll og aftur til Bandaríkjanna Harry Bretaprins dreif sig aftur heim til Bandaríkjanna eftir að faðir hans, Karl III, var krýndur Bretlandskonungur í dag. Sonur hans fagnar fjögurra ára afmæli í dag. 6.5.2023 14:38
Milljónatjón Samstöðvarinnar eftir innbrot í nótt Brotist var inn í höfuðstöðvar fjölmiðilsins Samstöðvarinnar í Bolholti í Reykjavík í nótt og flestum tækjum stolið eða þau eyðilögð. Ábyrgðarmaður frétta Samstöðvarinnar segir að tjónið hlaupi á milljónum. 6.5.2023 14:22
Áhyggjuefni ef fólk hlaði hjólin við flóttaleiðir Brunum vegna rafmagnshlaupahjóla í hleðslu heldur áfram að fjölga. Að sögn starfandi slökkviliðsstjóra er það mikilvægt að nota rétt hleðslutæki þegar hjólin eru hlaðin og að hlaða þau á öruggum stað. 6.5.2023 11:04
Sonur Sigurðar Inga nýr skrifstofustjóri Framsóknar Jóhann H. Sigurðsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Framsóknarflokksins. Jóhann er sonur Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns flokksins. Tekur hann við af Teiti Erlingssyni sem er að taka við sem aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra. 6.5.2023 09:18
Týndist á Hellu og fannst í bílakjallara í Reykjavík Kötturinn Beygla hvarf frá Hellu fyrir rúmum tíu dögum síðan. Í gær fannst Beygla í bílakjallara í Reykjavík og verður henni komið aftur heim á næstu dögum. Fannst Beygla tæplega níutíu kílómetrum frá heimili sínu. 6.5.2023 08:11
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent