Ætlar ekki að þröngva sér upp á fólk Viktor Traustason forsetaframbjóðandi segist finna fyrir létti að hluta til eftir að Landskjörstjórn úrskurðaði um gildi framboðs hans í dag. 2.5.2024 18:59
Bakarí og veitingastaður opna í Grindavík á ný Veitingastaður og bakarí í Grindavík voru opnuð á ný í Grindavík í dag. Lögreglustjórinn telur viðbragðsaðila hafa ágætis tíma til að rýma bæinn komi til nýs eldgoss á svæðinu. 2.5.2024 11:11
Stutt í næsta gos komi til gosloka Enn mælist landris við Svartsengi þrátt fyrir að vísbendingar séu um að hægt hafi á því síðustu daga. Gögn benda til þess að þrýstingur sé að aukast í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Jarðeðlisfræðingur segir bæði líkur á nýju gosi ofan í það sem er nú í gangi og goslokum, en í því tilfelli myndi líklegast brátt gjósa aftur. 1.5.2024 22:01
„Það er hart sótt að okkar fólki“ Verkalýðsdagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Fjöldi landsmanna kom saman í kröfugöngu í miðbæ Reykjavíkur og var gengið niður að Ingólfstorgi þar sem fram fór fjölmennur útifundur. 1.5.2024 21:01
Yrði gagnkynhneigður maður spurður sömu spurningar? Formaður Samtakanna '78 segir það áhyggjuefni þegar reynt er að nota kynhneigð forsetaframbjóðanda til að gera hann tortryggilegan. Baldur Þórhallsson var spurður í viðtali í vikunni hvort mynd af honum á stað sem sagður er vera kynlífsklúbbur geti skaðað ímynd forsetaembættisins. 1.5.2024 12:08
Verkalýðsbaráttan aldrei verið jafn mikilvæg Hátíðarhöld fara fram um allt land í dag vegna Verkalýðsdagsins 1. maí. Formaður VR segir verkalýðsbaráttuna sjaldan hafa verið jafn mikilvæga og í dag. 1.5.2024 11:55
Óttast að saga slökkviliða á Íslandi glatist Slökkviliðsminjasafn Íslands verður tæmt á næstu vikum eftir tíu ára rekstur. Umsjónarmenn safnsins óttast að saga slökkviliðsmanna á Íslandi muni glatast að einhverju leyti við brotthvarfið. 28.4.2024 22:06
Fundu hræ fimm hvolpa í Mosfellsbæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann poka í Mosfellsbæ í dag þar sem finna mátti hræ fimm hvolpa. Matvælastofnun hefur verið gert viðvart og grunur er um brot á lögum um velferð dýra. 28.4.2024 17:08
Fengu aðstoð sérsveitar og Gæslunnar við handtöku við Grímsvötn Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar tveggja sérsveitarmanna og þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar við handtöku manns sem grunaður er um ölvunarakstur á Grímsfjalli. Samferðafólk hans í jeppaferð tilkynnti manninn til lögreglu. 28.4.2024 16:31
Fjölmennt í framboðsteiti Arnars Þórs í Iðnó Arnar Þór Jónsson, forsetaframbjóðandi og lögmaður, bauð stuðningsmönnum sínum í framboðsgleði í Iðnó á föstudagskvöld. Fjöldi fólks sótti viðburðinn. 28.4.2024 15:32