Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Bjarki Sigurðsson skrifar 12. maí 2025 14:48 Slóveninn og ítalski keppandi San Marínó eru þeir sem við Íslendingar viljum ekki fá áfram annað kvöld. Getty/Joe Maher/Roberto Panucci Ísland er talið eiga fjörutíu prósent líkur á að komast áfram upp úr fyrri undankeppni Eurovision annað kvöld. Líkurnar hafa aukist hægt og rólega síðustu daga. Veðbankar telja átta ríki svo gott sem komin áfram, það eru Svíþjóð, Eistland, Úkraína, Holland, Albanía, Kýpur, Noregur og Pólland. Belgar eru einnig sagðir mjög líklegir til að komast áfram. Þá er bara eitt sæti eftir en tíu atriði fá að taka þátt í úrslitakvöldinu á laugardaginn. Þrjú ríki munu berjast um það, það eru Væb-strákarnir okkar, Slóvenarnir og atriði San Marínó. San Marínó Atriðið frá San Marínó er áhugavert. Athugið að þær skoðanir sem koma hér fram eru eingöngu skoðanir blaðamanns nema annað sé tekið fram. Það er flutt af ítalska plötusnúðnum Gabry Ponte, sem er líklegast þekktastur fyrir að hafa verið hluti af hljómsveitinni Eiffel 65 sem gaf út lagið Blue (Da Ba dee). Athugið að það er ekkert óeðlilegt við að Ítali taki þátt fyrir San Marínó því af 221 einu atriði sem tóku þátt í undankeppninni þar, já 221 atriði, voru einungis átta flytjendur frá San Marínó. Í úrslitunum var einn heimamaður, einn Slóveni, einn Úkraínumaður, einn Albani, einn Svíi, einn Belgi og fjórtán Ítalir. Lagið heitir Tutta l'Italia, sem þýðir Öll Ítalía. Því er spáð tíunda sæti sem stendur, síðasta sætinu inn í úrslitin, en hefur verið á hraðri niðurleið í veðbönkum. Viðlagið er grípandi en restin af laginu er ansi dauf og Ponte er langt frá því að vera með fegurstu rödd heims (þarna mæta skoðanir blaðamanns). Atriðið sjálft er líka óspennandi og ég tel þá ekki komast áfram, en hver veit? Veðbankar segja helmingslíkur á að þeir komist áfram. Slóvenía Slóveninn, eins og íslenska atriðið, hefur verið á uppleið í veðbönkum, þó heldur hraðar en Væb-strákarnir. Hann heitir Klemen Slakonja og er spáð ellefta sætinu sem stendur, en ég tel hann vera meiri „ógn“. Ég er ansi hræddur um að hann muni slá í gegn. Hann er ekki jafn hress og Væb-strákarnir en syngur fallegt lag sem heitir How Much Time Do We Have Left og fjallar um hvernig honum leið þegar eiginkona hans greindist með krabbamein. Á þeim tíma spurði hann sjálfan sig hversu langan tíma þau ættu eftir saman. Hún sigraði krabbameinið og stígur á svið með honum. Það gerist lítið á sviðinu en það er hrikalega kraftmikil stund þegar eiginkona hans birtist við hlið hans, eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan. Þegar þetta er skrifað eru 47 prósent líkur á að lagið komist áfram en líkurnar hafa aukist síðustu daga. Ég held að mörg atriði í þessari grein muni breytast verulega í kvöld þegar fyrsta rennsli keppninnar fer fram. Þar verð ég og við vonum að Væb-strákarnir massi það, eins og þeir hafa gert öllum stundum síðan þeir mættu til Basel. Eurovision Sviss Slóvenía San Marínó Tónlist Íslendingar erlendis Eurovision 2025 Tengdar fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Bræðurnir í Væb og föruneyti þeirra eru algjörar stórstjörnur á Eurovision í Basel, miðað við áhuga fjölmiðla á þeim og fagnaðarláta þegar þeir mæta á svæðið. 11. maí 2025 23:01 Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Opnunarhátíð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í dag og gengu keppendurnir hinn fræga grænbláa dregil. Hinir sænsk-finnsku meðlimir sveitarinnar KAJ eru taldir sigurstranglegastir en þeir keppa fyrir hönd Svíþjóðar. Lag þeirra fjallar um saunumenningu heimaslóða þeirra en þeir segja sitt næsta lag munu fjalla um gufubaðsmenninguna á Íslandi. 11. maí 2025 21:13 Ísrael sendir kvörtun til EBU Þátttöku Ísrael í Eurovision var mótmælt þegar atriði keppninnar óku eftir túrkis dreglinum í gær. Ísraelski hópurinn hefur sent kvörtun til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vegna atviks í göngunni. 12. maí 2025 11:52 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Fleiri fréttir Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Sjá meira
Veðbankar telja átta ríki svo gott sem komin áfram, það eru Svíþjóð, Eistland, Úkraína, Holland, Albanía, Kýpur, Noregur og Pólland. Belgar eru einnig sagðir mjög líklegir til að komast áfram. Þá er bara eitt sæti eftir en tíu atriði fá að taka þátt í úrslitakvöldinu á laugardaginn. Þrjú ríki munu berjast um það, það eru Væb-strákarnir okkar, Slóvenarnir og atriði San Marínó. San Marínó Atriðið frá San Marínó er áhugavert. Athugið að þær skoðanir sem koma hér fram eru eingöngu skoðanir blaðamanns nema annað sé tekið fram. Það er flutt af ítalska plötusnúðnum Gabry Ponte, sem er líklegast þekktastur fyrir að hafa verið hluti af hljómsveitinni Eiffel 65 sem gaf út lagið Blue (Da Ba dee). Athugið að það er ekkert óeðlilegt við að Ítali taki þátt fyrir San Marínó því af 221 einu atriði sem tóku þátt í undankeppninni þar, já 221 atriði, voru einungis átta flytjendur frá San Marínó. Í úrslitunum var einn heimamaður, einn Slóveni, einn Úkraínumaður, einn Albani, einn Svíi, einn Belgi og fjórtán Ítalir. Lagið heitir Tutta l'Italia, sem þýðir Öll Ítalía. Því er spáð tíunda sæti sem stendur, síðasta sætinu inn í úrslitin, en hefur verið á hraðri niðurleið í veðbönkum. Viðlagið er grípandi en restin af laginu er ansi dauf og Ponte er langt frá því að vera með fegurstu rödd heims (þarna mæta skoðanir blaðamanns). Atriðið sjálft er líka óspennandi og ég tel þá ekki komast áfram, en hver veit? Veðbankar segja helmingslíkur á að þeir komist áfram. Slóvenía Slóveninn, eins og íslenska atriðið, hefur verið á uppleið í veðbönkum, þó heldur hraðar en Væb-strákarnir. Hann heitir Klemen Slakonja og er spáð ellefta sætinu sem stendur, en ég tel hann vera meiri „ógn“. Ég er ansi hræddur um að hann muni slá í gegn. Hann er ekki jafn hress og Væb-strákarnir en syngur fallegt lag sem heitir How Much Time Do We Have Left og fjallar um hvernig honum leið þegar eiginkona hans greindist með krabbamein. Á þeim tíma spurði hann sjálfan sig hversu langan tíma þau ættu eftir saman. Hún sigraði krabbameinið og stígur á svið með honum. Það gerist lítið á sviðinu en það er hrikalega kraftmikil stund þegar eiginkona hans birtist við hlið hans, eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan. Þegar þetta er skrifað eru 47 prósent líkur á að lagið komist áfram en líkurnar hafa aukist síðustu daga. Ég held að mörg atriði í þessari grein muni breytast verulega í kvöld þegar fyrsta rennsli keppninnar fer fram. Þar verð ég og við vonum að Væb-strákarnir massi það, eins og þeir hafa gert öllum stundum síðan þeir mættu til Basel.
Eurovision Sviss Slóvenía San Marínó Tónlist Íslendingar erlendis Eurovision 2025 Tengdar fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Bræðurnir í Væb og föruneyti þeirra eru algjörar stórstjörnur á Eurovision í Basel, miðað við áhuga fjölmiðla á þeim og fagnaðarláta þegar þeir mæta á svæðið. 11. maí 2025 23:01 Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Opnunarhátíð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í dag og gengu keppendurnir hinn fræga grænbláa dregil. Hinir sænsk-finnsku meðlimir sveitarinnar KAJ eru taldir sigurstranglegastir en þeir keppa fyrir hönd Svíþjóðar. Lag þeirra fjallar um saunumenningu heimaslóða þeirra en þeir segja sitt næsta lag munu fjalla um gufubaðsmenninguna á Íslandi. 11. maí 2025 21:13 Ísrael sendir kvörtun til EBU Þátttöku Ísrael í Eurovision var mótmælt þegar atriði keppninnar óku eftir túrkis dreglinum í gær. Ísraelski hópurinn hefur sent kvörtun til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vegna atviks í göngunni. 12. maí 2025 11:52 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Fleiri fréttir Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Sjá meira
Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Bræðurnir í Væb og föruneyti þeirra eru algjörar stórstjörnur á Eurovision í Basel, miðað við áhuga fjölmiðla á þeim og fagnaðarláta þegar þeir mæta á svæðið. 11. maí 2025 23:01
Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Opnunarhátíð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í dag og gengu keppendurnir hinn fræga grænbláa dregil. Hinir sænsk-finnsku meðlimir sveitarinnar KAJ eru taldir sigurstranglegastir en þeir keppa fyrir hönd Svíþjóðar. Lag þeirra fjallar um saunumenningu heimaslóða þeirra en þeir segja sitt næsta lag munu fjalla um gufubaðsmenninguna á Íslandi. 11. maí 2025 21:13
Ísrael sendir kvörtun til EBU Þátttöku Ísrael í Eurovision var mótmælt þegar atriði keppninnar óku eftir túrkis dreglinum í gær. Ísraelski hópurinn hefur sent kvörtun til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vegna atviks í göngunni. 12. maí 2025 11:52
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“