Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Bjarki Sigurðsson skrifar 13. maí 2025 07:02 Pólska megabeibið sem fjallað er um í greininni. Hún er 52 ára gömul og kemst áfram samkvæmt spá fréttamanns. Getty/Jens Büttner Væb-strákarnir stóðu sig óaðfinnanlega á dómararennsli fyrra undankvölds Eurovision í gærkvöldi. Líkurnar á að þeir komist áfram hafa aukist eftir framkomuna og þegar æft var hvernig stigin eru tilkynnt komust þeir áfram. Fréttamaður var viðstaddur rennslið, sem er alveg eins og undankvöldið í kvöld. Allt var æft, meira að segja stundin þegar tilkynnt er hvaða lönd komast áfram. Þar komst Ísland áfram, en valið var að handahófi hvaða lönd „komast áfram“. Eftir að hafa horft á rennslið telur fréttamaður sig nokkuð öruggan til að leggja fram sína spá á hverjir komast áfram og hverjir ekki. Tökum þetta í þeirri röð sem löndin stíga á svið. Við byrjum á Íslandi. Þeir sem nenna ekki að lesa í gegnum allt geta skrollað neðst og séð dóm fréttamanns þar. Ísland Vááááá hvað íslenski hópurinn er flottur. Væb-bræðurnir stíga fyrstir á svið og ef stjórnendur keppninnar ákváðu það til að keyra fólk í gang frá fyrstu mínútu, þá virkaði það. Þeir fengu í það minnsta topp fimm mesta lófatakið eftir flutninginn, sem var notabene óaðfinnanlegur. Atriðið flott og ég er alltaf að sannfærast meira og meira um að Væb muni stíga aftur á svið á laugardagskvöldinu hér í Basel. Pólland Eurovision-megabeib af gamla skólanum. Atriðið sjálft mjög flott og lagið fínt, lítið annað um það að segja. Kemst alveg pottþétt áfram. Slóvenía Ég verð bara að viðurkenna að ég fór að skæla yfir Slóvenanum. Hann er að syngja um hvernig honum leið þegar eiginkona hans greindist með krabbamein og hann spurði sig hversu mikinn tíma þau ættu eftir saman. Hún sem betur fer sigraðist á meininu OG KEMUR INN Á SVIÐIÐ Í LOK ATRIÐSINS. Tárin fengu svoleiðis að leka niður. Ég er samt ekki viss um hvort þetta tilfinningaklám dugi honum áfram. Ég myndi halda með honum ef hann væri ekki í harðri baráttu við Væb-arana en ég held hann komist ekki áfram. Eistland Hér í Basel elska hann allir. Skemmtilegur karakter sem mér líkar vel við. Atriðið var skemmtilegt og það truflar mig minna en ég hélt að hann sé lélegur söngvari. Hann kemst áfram og gæti verið ofarlega á laugardaginn. Úkraína Meh. Bjóst við meiru. Fínt lag þegar ég hlustaði á það á Youtube en fannst atriðið svekkjandi. Flottir búningar en lítill kraftur í gæjanum. Komast samt pottþétt áfram. Svíþjóð Ég vissi alveg að Svíarnir væru vinsælir og að þeim væri spáður sigur, en VÁ! Þakið ætlaði að rifna af höllinni allt atriðið. Flestir fengu brjáluð fagnaðarlæti eftir atriðið sitt (Væb fengu líka fagnaðarlæti fyrir atriðið sitt) en það voru bara læti allt sænska atriðið. Það var líka fáránlega flott. Magnað, yndislegt og flott, komast hundrað prósent áfram og gætu unnið? Portúgal Laaaaang leiðinlegasta lag kvöldsins. Langar að setja fleiri „a“ þarna en skiptir ekki öllu, þetta lag er ekki skemmtilegt að mínu mati. Af hverju senda Portúgalir inn á milli svona leiðinleg lög? Ágætis læti í höllinni en ég trúi því ekki að þeir komist áfram. Fullkomið klósettlag, það verða örugglega slagsmál um að komast á klósettið í partýum í kvöld. Þeir komast ekki áfram. Noregur Mikill eldur, enda heitir lagið „kveikjari“. Söngvarinn flottur og viðkunnanlegur, kemst pottþétt áfram en hef ekkert miklar skoðanir á þessu. Bara flott Eurovision-atriði. Belgía Ég var búinn að ákveða fyrir fram að mér fyndist belgíska atriðið ekki gott, en ég þarf að viðurkenna ósigur gegn sjálfum mér þar. Söngvarinn negldi þetta. Atriðið var ótrúlega flott, kraftmikið og margar háar nótur. Ef hann neglir þær allar (eins og hann gerði í gær) þá kemst hann auðveldlega áfram og verður ofarlega í úrslitunum. Aserbaíjan Ég var á báðum áttum með þetta, en ég eiginlega þoli atriðið ekki. Finnst lagið efnilegt, en gæinn er svona á mörkunum á að vera falskur. Aserar komast ekki áfram. San Marínó Ugh, það elskuðu allir í höllinni þetta. Næstvinsælast meðal áhorfenda, á eftir Svíunum. Ég bara skil það ekki, finnst hann falskur og atriðið leiðinlegt því hann er bókstaflega bara að hoppa á bak við plötusnúðaborð. Það hjálpar samt ekki að Ítalir greiða atkvæði í kvöld og lagið fjallar um Ítalíu. Tólf gefins stig sem aðrir þurfa að vinna upp. Ég held hann komist áfram. Albanía Þetta atriði er algjör veisla. Alvöru Balkanskagapartí og svo í miðju lagi kemur elsti keppandinn í ár (samt bara 52 ára eins og pólska megabeibið) og bara talar. Það er alveg einhver riþmi þarna en hann er samt bara að tala, sem er geðveikt. Söngkonan ótrúlega kraftmikil og góð, þau komast áfram og gætu endað ofar en margir spá. Holland Margir voru hræddir um hollenska atriðið eftir fyrstu æfinguna sem birt var á samfélagsmiðlum, því söngvarinn var bara falskur. En hann var ekki falskur í kvöld. Atriðið ótrúlega flott og lagið mjög skemmtilegt. Þetta er svona klassískt sjöunda sætis lag en fólk mun muna laglínuna í viðlaginu lengi. Hollendingurinn kemst áfram. Króatía Úff, þetta var vont. Ég átta mig ekki alveg á þessu atriði. Mér fannst það bara óþægilegt. Bara allt við það var óþægilegt. Hann kemst ekki áfram og ég held hann verði í síðasta sæti í riðlinum, í harðri keppni þó við Portúgalina. Kýpur Þarna kemur heitasta skoðunin mín, ég held að Kýpverjinn komist ekki áfram. Honum er spáð auðveldlega áfram en ég sé það ekki. Lagið er ekkert spes og atriðið frekar ómerkilegt. Hann nær ekki alveg nótunum sínum og ég var ekki að ná þessu. Hann er samt myndarlegur og það hefur skilað mönnum ótrúlegar leiðir í Eurovision, en ég held að hann fái skell kvöldsins og komist ekki áfram. Niðurstaða Þetta er ótrúlega flott keppni og allir ættu að prófa að fara á Eurovision einu sinni á ævinni, þó það sé ekki nema bara á þetta rennsli. Færð alveg sömu tilfinninguna og á hinum kvöldunum, mínus spennufallið í lok kvölds. Hér kemur fagleg og formleg spá fréttamanns: Þeir sem komast áfram: Ísland Pólland Eistland Úkraína Svíþjóð Noregur Belgía San Marínó Albanía Holland Þeir sem komast ekki áfram: Slóvenía Portúgal Aserbaíjan Króatía Kýpur Eurovision Íslendingar erlendis Sviss Eurovision 2025 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Fleiri fréttir Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Sjá meira
Fréttamaður var viðstaddur rennslið, sem er alveg eins og undankvöldið í kvöld. Allt var æft, meira að segja stundin þegar tilkynnt er hvaða lönd komast áfram. Þar komst Ísland áfram, en valið var að handahófi hvaða lönd „komast áfram“. Eftir að hafa horft á rennslið telur fréttamaður sig nokkuð öruggan til að leggja fram sína spá á hverjir komast áfram og hverjir ekki. Tökum þetta í þeirri röð sem löndin stíga á svið. Við byrjum á Íslandi. Þeir sem nenna ekki að lesa í gegnum allt geta skrollað neðst og séð dóm fréttamanns þar. Ísland Vááááá hvað íslenski hópurinn er flottur. Væb-bræðurnir stíga fyrstir á svið og ef stjórnendur keppninnar ákváðu það til að keyra fólk í gang frá fyrstu mínútu, þá virkaði það. Þeir fengu í það minnsta topp fimm mesta lófatakið eftir flutninginn, sem var notabene óaðfinnanlegur. Atriðið flott og ég er alltaf að sannfærast meira og meira um að Væb muni stíga aftur á svið á laugardagskvöldinu hér í Basel. Pólland Eurovision-megabeib af gamla skólanum. Atriðið sjálft mjög flott og lagið fínt, lítið annað um það að segja. Kemst alveg pottþétt áfram. Slóvenía Ég verð bara að viðurkenna að ég fór að skæla yfir Slóvenanum. Hann er að syngja um hvernig honum leið þegar eiginkona hans greindist með krabbamein og hann spurði sig hversu mikinn tíma þau ættu eftir saman. Hún sem betur fer sigraðist á meininu OG KEMUR INN Á SVIÐIÐ Í LOK ATRIÐSINS. Tárin fengu svoleiðis að leka niður. Ég er samt ekki viss um hvort þetta tilfinningaklám dugi honum áfram. Ég myndi halda með honum ef hann væri ekki í harðri baráttu við Væb-arana en ég held hann komist ekki áfram. Eistland Hér í Basel elska hann allir. Skemmtilegur karakter sem mér líkar vel við. Atriðið var skemmtilegt og það truflar mig minna en ég hélt að hann sé lélegur söngvari. Hann kemst áfram og gæti verið ofarlega á laugardaginn. Úkraína Meh. Bjóst við meiru. Fínt lag þegar ég hlustaði á það á Youtube en fannst atriðið svekkjandi. Flottir búningar en lítill kraftur í gæjanum. Komast samt pottþétt áfram. Svíþjóð Ég vissi alveg að Svíarnir væru vinsælir og að þeim væri spáður sigur, en VÁ! Þakið ætlaði að rifna af höllinni allt atriðið. Flestir fengu brjáluð fagnaðarlæti eftir atriðið sitt (Væb fengu líka fagnaðarlæti fyrir atriðið sitt) en það voru bara læti allt sænska atriðið. Það var líka fáránlega flott. Magnað, yndislegt og flott, komast hundrað prósent áfram og gætu unnið? Portúgal Laaaaang leiðinlegasta lag kvöldsins. Langar að setja fleiri „a“ þarna en skiptir ekki öllu, þetta lag er ekki skemmtilegt að mínu mati. Af hverju senda Portúgalir inn á milli svona leiðinleg lög? Ágætis læti í höllinni en ég trúi því ekki að þeir komist áfram. Fullkomið klósettlag, það verða örugglega slagsmál um að komast á klósettið í partýum í kvöld. Þeir komast ekki áfram. Noregur Mikill eldur, enda heitir lagið „kveikjari“. Söngvarinn flottur og viðkunnanlegur, kemst pottþétt áfram en hef ekkert miklar skoðanir á þessu. Bara flott Eurovision-atriði. Belgía Ég var búinn að ákveða fyrir fram að mér fyndist belgíska atriðið ekki gott, en ég þarf að viðurkenna ósigur gegn sjálfum mér þar. Söngvarinn negldi þetta. Atriðið var ótrúlega flott, kraftmikið og margar háar nótur. Ef hann neglir þær allar (eins og hann gerði í gær) þá kemst hann auðveldlega áfram og verður ofarlega í úrslitunum. Aserbaíjan Ég var á báðum áttum með þetta, en ég eiginlega þoli atriðið ekki. Finnst lagið efnilegt, en gæinn er svona á mörkunum á að vera falskur. Aserar komast ekki áfram. San Marínó Ugh, það elskuðu allir í höllinni þetta. Næstvinsælast meðal áhorfenda, á eftir Svíunum. Ég bara skil það ekki, finnst hann falskur og atriðið leiðinlegt því hann er bókstaflega bara að hoppa á bak við plötusnúðaborð. Það hjálpar samt ekki að Ítalir greiða atkvæði í kvöld og lagið fjallar um Ítalíu. Tólf gefins stig sem aðrir þurfa að vinna upp. Ég held hann komist áfram. Albanía Þetta atriði er algjör veisla. Alvöru Balkanskagapartí og svo í miðju lagi kemur elsti keppandinn í ár (samt bara 52 ára eins og pólska megabeibið) og bara talar. Það er alveg einhver riþmi þarna en hann er samt bara að tala, sem er geðveikt. Söngkonan ótrúlega kraftmikil og góð, þau komast áfram og gætu endað ofar en margir spá. Holland Margir voru hræddir um hollenska atriðið eftir fyrstu æfinguna sem birt var á samfélagsmiðlum, því söngvarinn var bara falskur. En hann var ekki falskur í kvöld. Atriðið ótrúlega flott og lagið mjög skemmtilegt. Þetta er svona klassískt sjöunda sætis lag en fólk mun muna laglínuna í viðlaginu lengi. Hollendingurinn kemst áfram. Króatía Úff, þetta var vont. Ég átta mig ekki alveg á þessu atriði. Mér fannst það bara óþægilegt. Bara allt við það var óþægilegt. Hann kemst ekki áfram og ég held hann verði í síðasta sæti í riðlinum, í harðri keppni þó við Portúgalina. Kýpur Þarna kemur heitasta skoðunin mín, ég held að Kýpverjinn komist ekki áfram. Honum er spáð auðveldlega áfram en ég sé það ekki. Lagið er ekkert spes og atriðið frekar ómerkilegt. Hann nær ekki alveg nótunum sínum og ég var ekki að ná þessu. Hann er samt myndarlegur og það hefur skilað mönnum ótrúlegar leiðir í Eurovision, en ég held að hann fái skell kvöldsins og komist ekki áfram. Niðurstaða Þetta er ótrúlega flott keppni og allir ættu að prófa að fara á Eurovision einu sinni á ævinni, þó það sé ekki nema bara á þetta rennsli. Færð alveg sömu tilfinninguna og á hinum kvöldunum, mínus spennufallið í lok kvölds. Hér kemur fagleg og formleg spá fréttamanns: Þeir sem komast áfram: Ísland Pólland Eistland Úkraína Svíþjóð Noregur Belgía San Marínó Albanía Holland Þeir sem komast ekki áfram: Slóvenía Portúgal Aserbaíjan Króatía Kýpur
Eurovision Íslendingar erlendis Sviss Eurovision 2025 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Fleiri fréttir Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“