Fjórir látnir og 28 er saknað eftir snjóflóð í Himalaya-fjöllunum Að minnsta kosti fjórir létust í snjóflóði í Himalaya-fjöllunum í gær og er 28 manns enn saknað. Fólkið var í þjálfun í indverska hluta fjallanna þegar snjóflóðið féll. 5.10.2022 06:41
Ríkið reyndi að ná fram sáttum í talningamálinu Ríkið hefur boðið fram sáttir í máli tveggja frambjóðanda er varðar umdeilda talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. Málið verður tekið fyrir hjá Mannréttindadómstól Evrópu á næstunni. 5.10.2022 06:28
Alvarlegt bílslys á Suðurlandsbraut Alvarlegt bílslys varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Reykjavegar ofan við Laugardalinn í Reykjavík um klukkan hálf eitt í dag. Tveir voru inni í fólksbíl sem virðist hafa verið ekið upp á kant, á gönguljós og oltið með þeim afleiðingum að bíllinn er mikið skemmdur. 4.10.2022 12:40
Grettir Sterki mættur til Stykkishólms Dráttarbáturinn Grettir Sterki er kominn til Stykkishólms. Báturinn er í leigu hjá Vegagerðinni, Sæferðum og Stykkishólmsbæ en Sæferðir sjá um að manna bátinn. 4.10.2022 12:23
Bylting í MH: Vilja ekki mæta nauðgurum sínum á göngunum Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Þeir segja viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Fyrrverandi nemandi við skólann segir söguna vera að endurtaka sig. Fyrir tíu árum hafi henni verið nauðgað af samnemanda sínum. 4.10.2022 12:00
Þórgnýr nýr upplýsingafulltrúi ÖBÍ Þórgnýr Einar Albertsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). Þórgnýr hefur þegar hafið störf. 4.10.2022 10:04
Rannsaka lottóið í Filippseyjum eftir að 433 unnu Leiðtogi minnihlutans á filippseyska þinginu hefur kallað eftir því að dráttur lottósins þar í landi verði skoðaður eftir 433 manns unnu stærsta vinninginn. Allar tölurnar sem dregnar voru margfeldi af níu en líkurnar á svo mörgum sigurvegurum eru stjarnfræðilegar. 4.10.2022 08:08
Telja raðmorðingja vera á ferðinni í Kaliforníu Lögreglan í borginni Stockton í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum telur að raðmorðingi gæti verið á ferðinni í borginnu. Fimm manns hafa verið skotnir til bana síðustu þrjá mánuði en lögreglan telur að öll málin tengist. 4.10.2022 07:12
Skutu eldflaug í átt að Japan Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna. 4.10.2022 06:48
Ökumönnum kennt á ljósabúnað bifreiða sinna Lögreglumenn á lögreglustöð fjögur sem sinnir Árbæ, Grafarvogi og Mosfellsbæ sinntu eftirliti í umdæmi sínu í gærkvöldi. Markmið eftirlitsins var að kenna ökumönnum á ljósabúnað bifreiða sinna. 4.10.2022 06:18