Einn þekktasti tölvuleikjaspilari heims sýndi loks andlit sitt Tölvuleikjaspilarinn Dream er best þekktur fyrir Minecraft-myndbönd sín á YouTube en hann er af mörgum talinn einn sá besti í leiknum í heiminum. Hann hafði aldrei sýnt andlit sitt þar til í gær. 3.10.2022 12:50
Þórður fær lóðir því hann dró ás Ellefu manns og fyrirtæki sóttu um lóðirnar Mávahlíð 9 til 11 í Grindavík. Umsóknirnar voru teknar fyrir á fundi afgreiðslunefndar byggingarmála í bænum. Til að ákveða hver fengi lóðina var notast við spiladrátt. 3.10.2022 11:07
Svindl, skandalar og gagnaleki gætu fellt Credit Suisse Virði hlutabréfa í svissneska bankanum Credit Suisse hefur aldrei verið lægra og talið er að allt að fimm þúsund manns verði sagt upp í mánuðinum. Fjárhagsstaða bankans er sögð vera afar slæm. 3.10.2022 08:01
Sacheen Littlefeather er látin Aðgerðarsinninn Sacheen Littlefeather er látin, 75 ára að aldri. Hún hafði barist við krabbamein í brjósti undanfarin ár. Í tilkynningu frá Óskarsverðlaunaakademíunni segir að hún hafi verið umkringd fjölskyldu og vinum þegar hún féll frá. 3.10.2022 06:49
Lokar Brynju á næstu vikum Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna. 3.10.2022 06:31
Hundur beit skokkara í lærið Klukkan rétt rúmlega fimm í gær barst lögreglu tilkynningu um hund sem hafði stokkið á mann sem var úti að hlaupa í Laugardalnum og bitið hann í lærið. Maðurinn hlaut minniháttar áverka og verður atvikið tilkynnt til MAST. 3.10.2022 06:15
Framsókn missir fjögur prósent milli mánaða Framsóknarflokkurinn mælist með 15,6 prósent fylgi í nýjustu könnun Maskínu sem framkvæmd var dagana 16. til 27. september. Flokkurinn var með 19,6 prósent í ágúst en tapaða fylgið virðist dreifast á Samfylkinguna, Viðreisn og Vinstri græna. 29.9.2022 07:01
Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri við vél frá Koreanair á flugvellinum Heathrow í London í í kringum klukkan átta í kvöld. Enginn slasaðist og engar tafir eru á flugum til og frá flugvellinum. 28.9.2022 21:11
Íbúar sofi með lokaða glugga Lögreglan á Austurlandi biður fólk á Egilsstöðum um að hafa glugga lokaða bæði í kvöld í nótt til að tryggja að reykur berist ekki inn í hús eftir stórfelldan bruna í bænum. Búið er að ná tökum á brunanum. 28.9.2022 20:45
Pétur ráðinn sölustjóri á veitingamarkaði hjá Banönum Pétur Smári Sigurgeirsson hefur verið ráðinn sölustjóri á veitingamarkaði hjá Banönum. Sem sölustjóri mun Pétur bera ábyrgð á sölu og vöruþróun á veitingamarkaði og sitja í framkvæmdaráði Banana. 28.9.2022 20:26